18.11.2010 09:39

Vetrarveiðin.

 Nú styttist í að farið verði að huga að vetrarveiðinni á refnum.

Þó maður telji sig vita nokkurnveginn hvernig landið liggur í þeim efnum  er nauðsynlegt að kanna slóðir áður en vetrarveiðin á svæðinu er sett upp. Til þess þarf snjó sem hefur skort síðustu vetur.


 Hér sést farteskið sem haft er með í grenjavinnsluna. Af þessu er einungis riffillinn og sjónaukinn notaður  í vetrarveiðinni, og fjórhjólið ef skotaðstaðan er þannig staðsett.

 Veiðilíkurnar í vetrarveiðinni minnka verulega á góðum vetrum þar sem rebbinn gengur mun stopulla í æti.


Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi féllu í valinn eina nóttina við Ölkeldugilið.
Og Halla Sif stækkað alveg helling.

 Það fara miklar sögur af því að refafjöldinn sé í góðri uppsveiflu enda fjöldi sveitarfélaga farinn að minnka veiðisóknina eða hætta henni alveg.
Hér er enginn bilbugur á sveitarstjórnarmönnum að standa vaktina, en vandamál svæðisins er fyrst og fremst fjölgun óþekktra/ nýrra grenja og ásókn dýra inn í sveitarfélagið af óveiddum svæðum.

Hér er ágætt dæmi um breytta hegðun tófunnar en þetta greni sem ég fann fyrir nokkrum árum er í kílræsi á skurðbakka í um 1.5 km fjarlægð frá býli í ábúð. Meira að segja hundur á bænum.

Ef vetrarveiðin klikkar eru vornæturnar notaðar til að  grisja stofninn.

 Nú eru uppi vísbendingar um það ekki ekki sé nóg með að ríkið hætti þátttöku í því að halda refastofninum í skefjum, heldur sé jafnvel í farvatninu að grenjavinnslan verði bönnuð með lögum. Þá mun einungis  vetrarveiðin nýtast þeim sem halda vilja uppi vörnum fyrir mófugl og búfénað.

Það er vont þegar fólk með rörasjón og slæma ráðgjafa kemst til áhrifa.




 

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 428118
Samtals gestir: 39522
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 00:20:37
clockhere