22.09.2010 22:56

Landslagið í leitunum.

 Maður fær aldrei nóg af þvi að virða fyrir sér landslagið hvort sem það er nýtt eða notað, enda aldrei eins.

 Og það væri mun minna virði ef það héti ekki neitt.



 Hér eru Draugagilin séð ofan af Sanddalstungu. Hvernig stendur á nafngiftinni fæ ég trúlaga ekki að vita nema mæta aftur í leitir þarna.

Hér er horft suður Sanddalinn.Í fjarska sést Krókur sunnan Norðurár. Efsti bær í byggð i Norðurárdal.


 Hér sjást bílar Dalamanna og þeirra Hvammverja sem gengu efsta hluta Hvammsmúlagöngunnar á brún Svínagils.
Slóðinn sem þeir komu eftir sést liggja upp hæðina en hann kemur af veginum um Bröttubrekku.


Og hér neðar er sjálft Svínagilið. Það er leitað til suðurs af dalamönnum og taka sunnanmenn við því fé sem þar er.


 Austan Svínagilsins og rétt utan myndarinnar er Kaplagil en þar urðu eftir 10 kindur hjá Dalamönnum sem er það eina sem vitað var að yrði eftir í leitinni. Ekki nógu vel hundaðir!

 Enn austar er svo Illagilið sem ber nafn með rentu og er ekki reynt að ná fé sem tapast í það.



 Sprengibrekka  austast á myndinni( ljósa skriðan). Þetta svæði allt smala dalamenn til suðurs og taka sunnanmenn við fé af því svæði hér.

 Horft niður Norðurárdalinn af Hvammsmúlanum.



 Og til að skilja við ykkur á guðrækilegu nótunum kemur Hvammskirkja hér nýuppgerð.



Hér er kirkjuturninn kominn í upprunalegt form en hann var búinn að vera með allt öðru lagi áratugum saman.
Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1473
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 403420
Samtals gestir: 36651
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:46:41
clockhere