20.09.2010 22:49

Smalaklárinn í skurð.

 Hann Neisti frá Dalsmynni er um margt sérkennilegur hestur. Hann var nokkurra daga gamall þegar ég sá hann fyrst og mér er það minnistætt þegar folaldið tók sig út úr hópnum í réttinni og gekk hiklaust beint til mín og hnusaði af mér.

 Allar götur síðan er hann ákaflega ófeiminn við mannfólkið og fær stundum frekjuköst eins og móðirin.
 Ég man nú ekki af hvaða tilefni ég gaf minni heittelskuðu hann en kannski vegna þess að þetta er nú ekki akkúrat mín hestatýpa.
 Hann er varahestur no. 2 sem smalahestur og var járnaður með hraði þegar þessir alvöru hóstuðu hvor í kapp við annan þegar átti að fara að þjálfa þá upp fyrir leitir.

 Einn af sérstæðum hæfileikum Neista er að hann vippar sér léttilegi yfir skurðgröfuskurði í fullri breidd detti honum það í hug.

 Slíka hugdettu fékk hann í dag.



 Hann hefur ekki verið að vanda sig því þetta var bara vesaldarskurður sem gamli maðurinn gæti kannski hoppað yfir ef á þyrfti að halda.


Hér var hann nú alveg búinn á því en þar sem þetta er afrennsliskurður hitaveitunna var þetta þó bara notalega volgt.


Það er svo eins gott að hann verði ekki lengi með strengi eftir átökin því nú styttist óðfluga í að bóndinn fara að leggja á fjöllin í kringum sig.

Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423361
Samtals gestir: 38539
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 22:23:04
clockhere