05.09.2010 06:22

Hrossaræktin. Allar stóðhryssurnar sónaðar með fyli.

Ég er mikill hentistefnumaður í hrossaræktinni og geng að henni með hæfilegu kæruleysi.

 Eftir að ég dubbaði einu hryssuna sem ég átti eftir, Von frá Söðulsholti  upp sem ræktunarhryssu hef ég alfarið haldið mig við dálítið sérstaka stóðhesta fyrir hana.

  Hún hefur síðan látið koma krók á móti bragði og rauða hryssan sem ég hef beðið eftir er ókomin enn.

Í vor var það rauðstjörnótt hestfolald undan Sigri frá Hólabaki.



 Hann ber nafnið Dreyri frá Dalsmynni og þess er beðið á hverju kvöldi, svona með hinum kvöldbænunum að hann fá lit föðursins, appelsínugult fax og dökk, dökkrauðan lit á skrokkinn.

Að sjálfsögðu fer hann svo ýmist um á brokki eða tölti.


Sigur frá Hólabaki er sérstakur á litinn og reiðheststýpa sem ég sækist eftir.Nú fer að koma í ljós hvernig hann skilar því til afkvæmanna.

 Von er semsagt fengin og í þetta sinn með Arði frá Brautarholti og hvort það verður 6. hesturinn hjá henni kemur vonandi í ljós í fyllingu tímans.

  Afgangurinn af stóðhryssunum þetta árið er Fjóla frá Árbæ sem ég á þriðjungshlut í. og nú var komið að mér að halda henni.



 Það er búið að staðfesta  í henni fyl undan Fláka frá Blesastöðum.

 Undan Von á ég svo 3 ótamda fola og yngri dóttirin þann fjórða.

Þeir eru undan Parker, Hágangi, Eldjárn og Sigri og kannski getur einhver þeirra komist nálægt því að fylla skarðið eftir þennan hér fyrir neðan sem aldrei verður þó fyllt. Hann er enn hóstandi eftir sumarið og mun því ekki komast í göngur þetta haustið.



 Hyrjar Otursson frá Dalsmynni er kominn á aldur og verður ekki járnaður oft  enn.

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423916
Samtals gestir: 38589
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:35:03
clockhere