03.09.2010 19:18

Bann við lausagöngu búfjár á Skógarströnd.- Hafnað af sveitarstjórn.

 Eftir því sem eyðijörðum eða jörðum sem nýttar eru til annars en hefðbundins búrekstrar fjölgar hitnar í umræðunni um lausagöngu búfjár.

 Skógarströnd  sem liggur á norðanverðu Nesinu og tilheyrir Dalabyggð er að stórum hluta komin í eyði.
Þar hefur hópur landeigenda stofnað " Landgræðslufélag* og er eitt af markmiðum þess að girða af mestan hluta Skógarstrandar til að losna við ágang sauðkindarinnar sem er að stærstum hluta í eigu vina minna á Austurbakkanum. Að ætla má með landgræðslu og skógrækt í huga.

 Rætt er um að girða frá sjó til fjalls, eftir háfjallinu og síðan til sjávar aftur .


Horft norður Stóra Langadalinn. Ekki mjög spennandi girðingarstæði ef farið yrði hátt á fjallgarðinn..

Innan þessarar girðingar yrðu allar jarðir frá og með Stóra Langadal til og með Vörðufelli eða um 12 bújarðir.

 Tekist hafði samkomulag við Vegagerðina um að hún kæmi að málinu. Hún skilyrti þá aðkomu hinsvegar með því að sveitarstjórn bannaði lausagöngu búfjár innan girðingar.

 Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 24. ágúst sl var samþykkt samhljóða tillaga Byggðaráðs að hafna  lausagöngubanni  búfjár á Skógarströnd.


Nokkrar eðalrollur með austurbakkablóð í æðum að njóta lystisemda skógræktarinnar í Hrossholti.

Þetta er umræða sem á eftir að aukast verulega næstu ár sérstaklega í héruðum þar sem fjárbúum hefur stórfækkað með tilheyrandi breytingum á landnýtingu.

 Meira að segja hér í Eyjarhreppnum er farið að ræða þetta með ákveðinn hluta niðurlandsins. Þá myndi lausagöngubannið gilda t.d frá 10. júní til 20. sept.

 Innan þess svæðis eru þó forhertar rollukonur eins og Dalmynnis og Kolviðarnesfrúrnar.

 Hernaðurinn frá " aðkomurollunum"  er bara kominn svo gjörsamlega úr böndunum að
trúlega verður að gera eitthvað róttækt ef kyrrð á að komast á magasýrur vesturbakkamanna.

Nú er það svo spurningin hvort landeigendur á Ströndinni gefa skít í vegagerð og sveitarstjórnir og girða.

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423845
Samtals gestir: 38576
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 05:26:59
clockhere