13.07.2010 21:47

Heyskapur, - rigningarsumar, alvörufólk + hestaferðir.

 Stundum finnst manni fáránlegt hversu oft, allt er brjálað að gera í sveitinni.

Eiga þessir sveitalúðar sér ekkert líf ???

Nú sér loksins fyrir endann á fyrri slættinum en rolluheyið var tekið í síðustu viku.

 Sláttulok í hrossaheyinu bæði hjá Hestamiðstöðinni og Dalsmynni sf. voru í dag og er þá fyrri slætti lokið að sinni.


Vélafloti Hestamiðstöðvarinnar í sláttuham. Að vísu á hún ekki nema tæpan fjórðung í sláttuvélunum en eignarhaldið er hinsvegar oft dálítið óljóst á dótinu þegar mikið gengur á hjá þessum grönnum.

 Dalsmynnisbændur tóku þá tímamótaákvörðun að bera ekki á hána  milli slátta í þetta sinn.

Það byggist annarsvegar á góðum heyfeng í ár og hinsvegar talsverðum fyrningum.

Eftir sem áður verður trúlega að hreinsa há af flestum túnum sem verður þá væntanlega lítils virði.

 Það er búin að vera alveg meiriháttar heyskapartíð hér á Nesinu og rigningarsumarið sem Jón í Kolviðarnesi er búinn að spá síðan snemma sl. vetur og spáir trúleg enn, er ókomið.

Allavega hér.

Reyndar eru veðurspárnar oft alveg ótrúlega ónákvæmar svo ekki sé sterkar til orða tekið, en þegar allt gengur upp, ef maður tekur ekki mark á þeim segi ég ekkert.

 Mín heittelskaða er svo lögst út í árlegri gönguferð, sem er ekki sanngjarnt þegar sleppitúrinn féll niður vegna hestaflensu.



 Sleppitúr 2008 . Áð austan Hornafjarðar nýkomin niður úr Almannaskarði.

 Og ég hef ekki komist í hnakk í sumar, en nú verður farið að járna og teikna upp alvöru ferð.


Ég veit ekki hvort Staðsveitungar kannast við fjöllin en þetta er nákvæmlega lífið í góðum gír.

Kannski ferðin vestur á Strandir sem fara átti í fyrra, verði vakin upp.

Alltaf gott að koma þar sem býr alvörufólk.
Flettingar í dag: 431
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424168
Samtals gestir: 38704
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 20:42:42
clockhere