06.07.2010 21:26

Terrí frá Hrossholti - og beina brautin.

  Fæst okkar eru svo heilög að hafa ekki einhverntímann villst af beinu brautinni.

Flest komumst við þó sem betur fer á hana aftur, þó ferðalagið geti stundum orðið skrykkjótt.

Þegar átti að sýna mér Terrí frá Hrossholti átti ég von á að sjá góða takta enda eðalræktun á bak við hana.

 En einhversstaðar á stuttri ævi hafði hún villst af leið hreinræktaðra Border Colliea og í stað þess að komast fyrir kindurnar og halda þeim saman, rak hún þær burt.

Hún gerði það reyndar afbragðsvel en þar sem hún kunni fáar skipanir rak hún þær bara þangað sem þær vildu fara.

 Ég þekki reyndar skógræktendur sem myndu borga vel fyrir svona hund, sérstaklega ef hann myndu nú reka rollurnar í 1 - 2 daga áður en hann sneri heim aftur.

 Eftir 5 mín. áhorf kvað ég uppúr með það að Terrí skyldi verða eftir í sveitinni, þar sem gerð yrði tilraun til að snúa henni af villu síns vegar.

 Þar sem ég er steinhættur að taka í tamningu yrði þetta undantekningin sem sannaði regluna.


Hér er nemandinn hvattur framfyrir hópinn og séð til þess að hann komist alla leið. Hér er það þriðja kennslustundin og allt að koma.

Eftir fyrstu 15 mín. hafði ég hlaupið meira en samanlagt  síðustu 10 - 15 árin.

Ágætt að vita að ég kynni enn að hlaupa, en vont að vita hvaða afleiðingar það hafði.



 Komin framfyrir og stoppuð af, en stoppskipunina kunni hún vel.



 Og svo kemur hún með hópinn á eftir smalanum. Vaskur kúrir sig niður í baksýn tilbúinn að grípa í taumana við minnsta klúður.



 Þetta gengur vel og pottþétt að genin frá okkur Varsa, sem hún hefur frá föðurnum eru farin að virka.


 Ánægð en þreytt eftir þriðja tímann. Það er mikils virði þegar hægt er að rétta af hlutina, þannig að hundinum finnst þetta rosalega gaman.

 Og það er öruggast fyrir Villa á Hríshól  að hafa í farteskinu Whiskýflösku framleidda á síðustu öld ef hann ætlar að ná tíkinni af mér aftur.emoticon


 
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423893
Samtals gestir: 38577
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:44:28
clockhere