04.07.2010 07:55

Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki.

 Það er ljóst að þessi árlegi sveitamarkaður á Breiðabliki er kominn til að vera.

Það er að sjálfsögðu þungaviktarliðið í sveitinni, húsfreyjurnar sem kýldu á þetta í upphafi og keyra þetta áfram.

Fjölbreytnin og vörugæðin aukast ár frá ári og salan líka.


Ferðafólk og frumbyggjar hittast á markaðnum.


Vildís og Valgý seldu múffurnar grimmt.



Inga Dóra og Hafdís Lóa létu ekki sitt eftir liggja í smákökusölunni.



Svava fyrrverandi Langaholtsmatmóðir.er greinilega mjög ánægð með þessa fjárfestingu sem er með verðmerkingu og bæjarnúmeri framleiðandans " 24 SH1 "   en þetta flotta listaverk er eftir Steinunni frá Tröð.

Allar vörurnar eru merktar eftir númerakerfi lögbýlanna sem eiga sitt bæjar og sveitarfélagsnúmer
sem er td. lögskipað að merkja sauðféð með.



Þetta er nú ekki rétti árstíminn fyrir prjónavarninginn en hann seldist samt vel, sérstaklega á yngstu kynslóðirnar.



Garðyrkjustöðin á Lágafelli seldi kryddplönturnar og blómin grimmt.



Og ein af uppáhaldsfrænkunum mínum lét sig ekki vanta. Guðbjartur litli Ísak metur pönnsubaksturinn og virðir mannlífið fyrir sér..

Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423717
Samtals gestir: 38565
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 22:34:10
clockhere