29.06.2010 19:31

Að sjá ljósið, drekka kaffi og heyja með látum.


Sunnudagsmorguninn var erfiður hjá okkur feðgunum.

 Nei, nei, það var ekkert svoleiðis??

 Það var veðurspáin sem var dálítið óljós fyrir næstu dagana. Góður þurrkur á sunnudeginum en svo voru spárnar misvísandi, allar sólarlausar  en mismunandi mörg dropaský og á mismunandi dögum.

 Við drukkum kaffi og skoðuðum spárnar og drukkum meira kaffi.

Það er talsverð áhætta fólgin í því að slá 20 - 30 ha. og ná heyinu ekki ásættanlega þurru í plastið.

 Kl. var orðin hálf ellefu þegar við slógum í borðið og ákváðum að slá.

Eins og öllum sem sjá ljósið létti okkur ákaflega, yfirgáfum hálfa kaffibollana og 15 mín síðar var slátturinn hafinn á fullu.



 Sláttugræjur búsins, aðra sláttuvélina eigum við með hestamiðstöðinni.Til gamans má geta þess að litla græjan er að afkasta nákvæmlega jafnmiklu og hin með meira en helmingi færri hestöfl og minni  olíueyðslu en "aðeins " minni þægindum. Sú stærri er með knosaravél sem er notuð á það þurrkvandara.

 Klukkan fimm var slætti lokið,  kúatúnin í Hrútsholti slegin, ásamt nýræktum hestamiðstöðvarinnar eða um 23 ha.
Mokgras, en þarna er hluti túnanna með blönduðum gróðri sem farinn var að spretta úr sér.

 Eins og fyrri daginn reyndist veðrið talsvert öðrvísi en spárnar,en sem betur fer miklu betra.

Þurrkurinn á mánudeginum var enn betri en sunnudagsþurrkurinn og um kvöldið vorum við langt komnir að rúlla í Hrútsholti og þetta kláraðist síðan í dag. Þurrkstigið mjög fínt.

 Nú er eftir að slá fyrir hrossin og miðsvetrarheyið fyrir rollurnar en það verður að spretta hæfilega úr sér, svo sá búpeningur springi ekki úr ofáti.

 En tveggja daga fríið sem við, mín heittelskaða ætluðum að leggja af stað í um hádegisleyti á sunnudag er algjörlega óframið enn.

 En Árneshreppurinn fer nú ekki langt þó allt sé í heiminum hverfult.emoticon 
Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 402578
Samtals gestir: 36606
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:37:07
clockhere