24.06.2010 20:38

Að slá og slá. - og slá um sig.

Það var ekki sko slegið við slöku þessa daga en tekið hraustlega  því.

 Seinnipart mánudags og á þriðjudaginn voru slegnir um 30 ha.



 Langmest af þessu eru vallarfoxtún í góðri ræktun, því svo er byggræktinni fyrir að þakka að endurræktun er sinnt af mikilli kostgæfni.

Grasið var ekki farið að skríða en farið að leggjast nokkuð.
Við vildum fá heyið þokkalega þurrt og rúlluðum það svo í gærkvöldi og í dag.
Vindurinn var nú talsvert meiri en spárnar okkar sögðu og mátti ekki meiri vera.
En þetta slapp til.



 Við notum fastkjarnavél ( það er toppurinn)  í eigu Yrkja ehf.og höfum rúllurnar 140 cm í þvermál.
Það þýðir u.þ.b. 50 % meira heymagn en í 120 cm. rúllu sem kemur einkar vel út fyrir bæði fóðrun, flutning og ekki síst plastnotkun.

Vélin er leigð út fyrir fast rúllugjald og í því er bæði plast og net.
Það eru bara tveir bændanna sem vinna með hana, aðallega Atli.

 Sprettan var fín þrátt fyrir síminnkandi áburðarskammt, en eingöngu er notaður köfnunarefnisáburður á þessi tún ásamt mykjunni.

 Nú er sem sagt fyrri slætti lokið í hér Dalsmynni fyrir utan um 2.5 ha. tún sem rollurnar voru að japla á þar til þeim var vísað til fjalls.  Það verður tekið með rollutúnunum sem eru á annarri jörð og ekki verða slegin strax.

Reyndar er eftir að tína saman rúllurnar.

Síðan á eftir að heyja um 15 ha. í Hrútsholti sem verða teknir í næsta þurrki.

Og eitthvað munum við svo koma að heyskap Hestamiðstöðvarinnar.

Svo verður komin há.

Síðan kemur haust.

Já, þetta lítur út fyrir að verða skemmtilegt sumar.emoticon
Flettingar í dag: 478
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414126
Samtals gestir: 37233
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:51:13
clockhere