13.06.2010 05:32

Línrúllurnar - og það að velja sér vini.

 Fermingar og afmæli innan Dalsmynnisættarinnar eru ekki mjög fámennar samkomur.

Það þarf stórt langborð til að rúma systkinahópinn með mökum, og stundum gengur mikið á við það borðið.

Í fermingar og úskriftarveislu á dögunum lenti ég í slæmum málum við slíkt borð á milli systra minn sem eru allar með tölu svarkar miklir( samt mismiklir)

 Ástæða  vandræða minna í þetta sinn voru rúllustæður miklar sem væntanlega eru vegfarendum um sunnanvert Snæfellsnes ákaflega kunnar.



 Þessi rúllustæða sem er mér að vísu algjörlega óviðkomandi, hefur staðið þarna vestan Núpár síðan línræktartilraun  allmikil var gerð í bjartsýniskasti í upphafi nýrrar aldar.

 Ég hef mikið verið skammaður fyrir þessar línbirgðir sérstaklega eftir að stóð nágrannans sem átti stóran hluta af rúllunum tók stæðuna til sérstakrar snyrtingar.

 Systur mínar létu  mig semsagt finna til tevatnsins og verst létu þær sem búsettar eru í Staðarsveitinni og eru að berja þetta augnayndi augum nokkrum sinnum í mánuði.

 Gömlu rökin um að þetta væri á landi nágrannans og það væru vinir mínir sem ættu ófögnuðinn og bæru alla ábyrgð á honum dugðu ekkert.

 Þær fullyrtu það að maður gæti valið sér vini.

Svo bættu þær ógnandi við að maður gæti hinsvegar ekki valið sér ættingja.

Og mér varð hugsað með hryllingi til komandi ættarmóta sem hafa nú ekki haldið fyrir mér vöku vegna tilhlökkunar, þó svona einelti bættist ekki við.

 Nágranninn og fyrrverandi vinur var svo óheppinn að koma í kaffi morguninn eftir, á meðan ég og mín heittelskaða voru enn í gríðarlegum ham eftir böggið daginn áður.

 Hann varð þeirri stund fegnastur þegar hann slapp úr þeirri morgunandakt.

Og nú fóru hlutirnir að gerast.



Það var tekin urðunargryfja í gömlu námuna.



 Dótakassarnir voru opnaðir og öllu tjaldað sem til var.



 Nokkur þúsund rúllur voru afplastaðar og ekið á traktorum og vögnum í urðunina.



 Það gerist ekkert í sveitinni nema Jonni mæti á svæðið. Alltaf á gamla launasamningnum.



  " Vinirnir" voru búnir að reikna það út að í þessum rúllum væru verðmæti uppá 15 - 20 milljónir í brennanlegri orku.
 Hún mun bíða hin þolinmóðasta þarna í holtinu eftir að orkuskorturinn kallar á aðgerðir.

Þá munu opnast þarna orkunáma að hætti mógrafanna í gamla daga.



Og kannski þorir Einar að mæta aftur í morgunkaffi fljótlega.emoticon
Flettingar í dag: 426
Gestir í dag: 244
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 425491
Samtals gestir: 39158
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 02:16:10
clockhere