07.06.2010 20:56

Sauðburðarlokum og sumarkomu fagnað með veislu.

 Það var blásið til mikillar veislu á Hótel Eldborg á Laugardagskvöldið.

 Iðunn og Dóri  voru nógu lengi í Skagafirðinum til þess, að þau væru orðin vön allskonar veislum af allskonar tilefnum.

Annað en hér.

 Þau töluðu því við Óla hótelstjóra og auglýstu síðan fagnaðinn.



 Hér er kappinn að bragðbæta eftirréttinn hjá gestunum sem höfðu ekki meira magamál eftir frábæra þríréttaða veisluna.



 Skógarneshjónin létu sig ekki vanta og báru sig að sjálfsögðu vel þrátt fyrir afbókanir hestamanna í næturgirðingarnar.



 Um 50 manns mættu og léku á alls oddi í blíðunni. Enginn að flýta sér heim að loknum matnum.



 Öddi kunni vel að meta þetta enda gjörspilltur úr Skagafirðinum eins og veisluboðendur.



Þessi gekk um með vatnsglasið sitt og þakkar eflaust guði fyrir að ég birti ekki hina myndina af honum.



 Jonni er ákaflega fundvís á það þegar Söðulsholtsbóndinn fattar upp á einhverjum sérstaklega spennandi verkefnum. Hann var því mættur í sveitina og hafði verið 3 manna maki við að urða línrúllur allan daginn. Brynja var svo óheppin að láta hann plata sig með.



 Hér eru öldungaráðsmenn í Eyjarhreppnum mjög áhyggjufullir á svipinn. Það var sko ekki að ástæðulausu.

 Vinir mínir á Austurbakkanum mættu ákaflega illa í þetta sinn, enda virðist sumum þjóðflokkum hreinlega vera það áskapað að vera alltaf að missa af einhverju skemmtilegu.

 Ég er þó ekki frá því að sumir veislugesta hafi verið þeirrar skoðunar morguninn eftir, að það hlyti að vera dálítið erfitt að búa í Skagafirðinum.emoticon

Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420198
Samtals gestir: 38286
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 05:21:22
clockhere