30.05.2010 07:25

Hestapest,tamningar og ferðaþjónusta.

Áhrif hestaveikinnar eru ótrúlega víðfeðm og margslungin.

Það er ljóst að hún mun setja verulegt mark á væntanlegt landsmót, útiloka margan kostagripinn frá þátttöku ásamt því að einhverjir sýningagripirnir munu vera talsvert frá sínu besta.

 Hér í sveitinni eru reknar tvær öflugar tamningarstöðvar þar sem öll starfsemi hefur legið niðri í margar vikur og sér ekki fyrir endann á því.

 Hótel Eldborg  gerir að stórum hluta út á hestamenn sem koma með hrossin, gista nokkrar nætur og taka síðan dagstúra frá hótelinu.



 Það er eiginlega sama í hvaða átt er riðið  frá hótelinu, allstaðar bíða klassareiðleiðir hvort heldur riðið er til fjöru eða fjalls.



 Júní sem var mikið bókaður hjá hestahópum er allur afpantaður vegna veikinnar.

Sama staða er hjá bændunum sem hafa boðið upp á næturhólf fyrir ferðahrossin.

Þeir sem gera út á hestaferðirnar naga neglurnar og krossleggja fingur að ferðahrossin verði nú komin í stand þegar túristarnir mæta.

Það versta er trúlega það, að enginn virðist vita hvað raunverulega er í gangi hjá hrossunum.



Síðast en ekki síst er rétt að nefna það, að mín árlega hestaferð sem farin hefur verið milli sauðburðar og grenjavinnslu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.emoticon
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418852
Samtals gestir: 38050
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:12:42
clockhere