25.04.2010 07:23

Hvíti stelkurinn mættur í sveitina. Myndir.

 Um leið og ég opnaði dyrnar út á pallinn renndi smyrill sér á lágflugi inn yfir garðinn.

 Hann var fljótur að láta sig hverfa út yfir tjörnina og svo til austurs.

Hann hefur verið hér í vondum erindagerðum hugsað ég, en kannski er ekki hægt að halda því fram þegar hann er að reyna að bjarga sér eins og við hin.

Ég var á leiðinni í pottinn og orðið rökkvað þrátt fyrir vaxandi tungl enda klukkan  hálf ellefu.

  Það upphófst svo mikið fuglaskvaldur í skjólbeltunum þegar aftur komst ró á.
 Þrestirnir voru í yfirgnæfandi meirihluta en stelkurinn  og fl. blönduðu sér í .þessar kvöldumræður.

Úti á tjörninni lét stokkandarparið heyra í sér en álftaparið var búið að yfirgefa svæðið en myndi væntanlega vera mætt aftur í fyrramáli þegar bóndinn færi í fjós.



 Og hvíti stelkurinn er mættur í Söðulsholt í a.m.k. þriðja sumarið sitt þar og er ákaflega velkominn hjá tamningarfólkinum sem hann bregður sér stundum með í útreiðartúrunum.



 Hér er hann að snyrta sig í fyrir tilhugalífið á þessari ársgömlu mynd en gróðurfarið er nú ekki alveg komið á þetta stig enn þetta vorið.


 
 Kannski er þetta afkomandi þess hvíta sem hélt sig hér niður í Dalsmynnisflóanum árum saman
fyrir um 10 - 15 árum.

 Heimskulegt og óskiljanlegt hjá honum að flytja sig til Einars en svona er lífið.



 Og hérna er hann að fara með morgunbænirnar fyrir Iðunni og veitir ekki af.

 
Það hefur svo verið gaman að fylgjast með gömlu arnarhjónunum  vestur í Gilsfirði koma sér fyrir og nú er bara að vona að betur gangi hjá þeim en í fyrra. Sjá hér.


Þetta er svo mikli annríkishelgi hér í Dalsmynni enda kominn sá tími að rauðu dagarnir í dagatalinu eru ekki að virka eins og til er ætlast.emoticon
Flettingar í dag: 1057
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 256
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 402798
Samtals gestir: 36615
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:41:06
clockhere