30.03.2010 22:26

Að þreyja Þorrann og Góuna.

 Þó það vanti töluvert á að ég sé nógu metnaðargjarn finnst mér þó alltaf betra að vera í vinningsliðinu.

 Ég er enginn vildarvinur skammdegisins og þegar dagsbirtan er orðin mun lengri en myrkrið, er ljóst að sigurgangan er jafn örugg og í fyrra. Hún mun svo ná hámarki í júní og alls ekki tímabært að fara að velta fyrir sér komandi skammdegi og væntanlegum ósigri þess .


 Já það tókst með miklum ágætum að þreyja þorrann og góuna og einmánuður er á lokasprettinum.

 Þegar þessi tími er kominn í sveitinni´, fer allt á fulla ferð og vorið er komið fyrr en nokkur veit og örstutt í allt of stutt sumar.

 Miðað við verkefnalistann sem er óðum að hlaðast inn á harða diskinn er þetta árlega kapphlaup um að ljúka vorverkunum í réttri röð, á ásættanlegum tíma að hefjast af fullum þunga og eins gott að halda ró sinni en fara ekki á taugum.

 Það á eftir að sækja skeljasand og kalka nokkra akra og síðan bíður húsdýraáburðurinn þess að komast á akra og tún.
 
Jarðvinnsla og sáning þyrfti að byrja seinnipart aprílmánaðar ef guð lofar.

 Þá mun sauðburður líka hefjast og rétt að ljúka nú þessari upptalningu svo ég geti sofnað fyrir áhyggjum.

 Nú er stefnt að því að sá byggi í um 22 ha. og er þetta í fyrsta skipti sem við stefnum að því að rækta umfram notkun á búinu. Reyndar er verið að skoða það að bæta próteini og steinefnablöndu í byggið og hætta öðrum kjarnfóðurkaupum.

Það myndi þýða talsvert aukna bygggjöf á búinu.

 Finnist ekki flötur á því verðum við væntanlega með umframbygg í sölu, sem þýðir ákveðna uppstokkun á söludæminu því það er afdráttarlaus krafa um það hjá búinu, að þetta dæmi gangi upp peningalega.

Með tilliti til ofanritaðs er rétt að taka fram að hér er ekkert stress í gangi.emoticon

Það er áratuga reynsla fyrir því að þetta reddast allt.emoticon

Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414200
Samtals gestir: 37239
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:19:16
clockhere