20.03.2010 22:46

Rúningi lokið.

 Það er alltaf jafnmikill léttir þegar rúningi er lokið hvort heldur er að haustinu eða snoðhreinsunin miðsvetrar.

 Þó féð sé fátt þá er ég of gamall og sá yngri of latur til að rýja.

Þessvegna reynum við að níðast á einhverjum bóngóðum, til að klippa rollurnar fyrir okkur.

Þar sem við förum aldrei af stað að leita að rúningsmönnum fyrr en allt er komið í óefni, verða þetta árvissar skelfingar með magasárum og andvökunóttum þar til málin leysast einu sinni enn.

 Það var Þórður í Mýrdal sem bjargaði okkur í þetta sinn. Hann var svo snöggur að þessu, að það tók því varla fyrir hann að byrja og Dalsmynnisbóndinn ( sá yngri) hafði varla við að leggja rollurnar fyrir hann.

          Hann þurfti að hægja sérstaklega á sér svo klippurnar næðust á mynd.

 Enda var gerður við hann 10 ára rúningssamningur, en þá má gera ráð fyrir að  Tumi bróðir hans taki þetta yfir.


                   Tumi og Þórður í rokkinu og rólinu að safna árum og kröftum fyrir rúninginn.
 

 Þá verður kannski búið að fjölga fénu svo, að Þórður Már fái vinnu líka við þetta skemmtilega og gefandi starf.


        Þessi ætlaði að fá byggskammtinn sinn og skyldi ekkert í þessum ljósagangi.


 Það er skilið aðeins eftir aftaná fullorðna fénu svo þær og bóndinn haldi heilsu þó vorið verði eitthvað kalsamt. Hér er átt við geðheilsu bóndans sem má ekki við miklu eins og vitað er.

 Flestar ærnar ná að hreinsa þetta af sér yfir sumarið. Hinar fá sérsnyrtingu fyrir haustrúninginn.



 Gemlingarnir voru hinir ánægðustu, sérstaklega sú gráa  afastelpunnar, sem er frá henni Hefu-ömmu í Kolviðarnesi.

 Og Þórður er svo bókaður í rúninginn 26 nóv. nk.emoticon

Flettingar í dag: 73
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423810
Samtals gestir: 38572
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 03:35:02
clockhere