15.03.2010 20:40

Snjólétt sveit, Prinsessa og hann Sindri frá Keldudal..

 Það hefur verið ákaflega rólegt hjá snjósleðunum í sveitinni í vetur og fátt bendir til annars en lítil breyting verði á því.



 Svona leit þetta út í dag og hvað svo sem má um snjóleysið segja, stytta þessi góðviðri sem hafa ríkt lungann úr vetrinum, skammdegið verulega.




 Þó sumir væru eflaust til í að skipta, finnst mér ástandið alveg ásættanlegt.

  Til að undirstrika góðviðrið kom hún Prinsessa litla í heimsókn í gær.



 Yngri bóndinn bauð henni í smá gönguferð og hún kunni þá ekki við annað en kíkja við í eldhúsgluggann á neðri bænum.
 Henni var nú reyndar ekki boðið inn, enda hefði hún örugglega þegið það.



 Tilefnið var myndataka fyrir sænska útrásarvíkinginn sem sló eign sinni á Prinsessu nýfædda snemma í vetur og gerði hana bandvana. Nú var talið rétt að minna hana á eigendaskyldurnar.



 Það urðu svosem ekki  mikil átök í upphafi tamningar eins og stundum vill verða og hér er verið að fara mjúku leiðina.

 Og Hágangssonurinn , hann Sindri frá Keldudal er allur að koma til, í blíðunni.




 Já, alltaf sama fjörið í sveitinni.emoticon

Flettingar í dag: 449
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424926
Samtals gestir: 38866
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 15:47:49
clockhere