13.03.2010 22:10

Stjórnlaus hundur í kennslustund.

 Það var skilin eftir hjá mér ársgömul B C tík til geymslu í dag.

 Eigandinn er tvisvar búinn að sýna henni kindur og ég sem var að viðra bæði kindur og hunda stóðst ekki freistinguna.

 Þetta er hún Píla frá Kvíabekk og hún tók sko rösklega á því þegar að henni var sleppt, enda enginn nálægur sem hún bar minnstu virðingu fyrir.

 Sem betur fór hringfór hún bara kindurnar og og var ekkert að nota lágu gírana, því síður að hlusta á kallfíflið sem var eitthvað að reyna að hafa áhrif á skemmtilegheitin.



 Hann vissi þó að það var búið að koma bremsukerfinu í lag hjá henni og sætti lagi þegar mesti gassinn var yfirstaðinn að stoppa hana af. Á hárréttum stað að sjálfsögðu. Nema hvað?



 Það þurfti svo rétt að sletta í góm til þess að frökenin tætti af stað á nýjan leik.

 Bráðefnileg tík og eftir tvo hringi var reynt að stoppa hana á nýjan leik.



 Já annaðhvort er þetta eðalefni eða kallinn þessi dj. snillingur. Og Hefu- Grána víkur virðulega undan þessu eldfjöruga hvolpfífli.

 Þegar eigandinn les þetta áttar hann sig á því að nú er ekki til setunnar boðið við tamninguna.emoticon

Og þegar hirðljósmyndarinn hefur tíma til að mynda tamningastöðuna á Dáð, sem er ári eldri en þetta skoffín hér, mun koma  hörku fjárhundablogg.emoticon

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419279
Samtals gestir: 38147
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 10:19:42
clockhere