07.03.2010 23:11

Fræðasetur, byggið og andleg heilsa bloggarans.

  Ég heyrði það útundan mér að mín heittelskaða var eitthvað að ræða andlegt heilsufar undirritaðs í áhyggjutón við dóttirina.

 Orsök þess að hún skyldi venju fremur hafa áhyggjur af óstöðugri geðheilsu minni var sú, að ég hef setið löngum stundum við tölvuna um helgina og horft og hlustað á margvíslega fyrirlestra frá nýafstöðnu Fræðaþingi Landbúnaðarins. Sjá hér 

 Upphaflega var ætlunin að sjá fyrirlestrana um nýtingu búfjáráburðar, en það endaði nú með því að ég sökkti mér niður í flesta fyrirlestrana og á eflaust eftir að fara aftur yfir suma.

 Ekki er ólíklegt að sumir fyrirlesaranna fái símtal í framhaldinu enda er þetta nú nokkurskonar skotleyfi á þá.

 Það er algjör snilld hjá bændasamtökunum að gera þetta svona.

 Þegar ég byrjaði í byggræktinni komst ég fljótt að því að þetta yrði enginn dans á rósum, og eftir fyrsta árið gaf  ég mér 4 ár til að ná tökum á ræktuninni svo hún skilaði einhverju.


Söðulsholtsdbóndinn kampakátur í Pilvíakrinumsínum sem gaf toppuppskeru bæði í byggi og hálmi.

 Þegar þau voru liðin var mér orðið ljóst að ég yrði seint ríkur á byggræktinni en hélt áfram að bíða eftir metárinu sem myndi rétta af meðaltalið.

 Það kom s.l. haust en þá var mér hinsvegar hinsvegar löngu orðið ljóst að það þyrfti fleiri og styrkari stoðir undir þessa ræktun ef hún ætti að lifa af á þessum veraldarhjara hér.

 Hrunið breytti mörgu og m.a. varð hálmurinn allt í einu orðinn því verðmætari sem innflutti spænirinn hækkaði í verði.

 Það kom reyndar á óvart að það þurfti að hafa nokkuð fyrir því að koma á viðskiptum með hálminn.

 Menn höfðu lent í allskonar hremmingum við hálmnotkunina fyrst og fremst fyrir það að gæðin voru afar misjöfn.

 En þolinmæðin þrautir vinnur allar og nú stefnir í að við séum komnir með viðskiptasambönd sem duga okkur þennan veturinn.



Við böggum hálminn úr rúllunum og hendum öllu vafasömu frá enda eru þetta kvörtunarlaus viðskipti.


  Á góðu hálmhausti stefnir í að hálmuppskeran muni verða verðmætari en bygguppskeran.

Gæsaveiðin kemur líka til með að vigta í dæminu og nú er stefnt að útleigu á ökrunum sem gæti jafnast á við leigu á lítilli bleikjuá.

                                  Svona hópur kemur blóðinu á hreyfingu í gæsaskyttunum.

 Gangi þetta eftir kemur áhættan til með að jafnast skemmtilega út.

Fjúki allt byggið niður verður góð gæsaveiði og hálmurinn ætti líka að nást.

 Náist þetta allt þá kemur góð uppsveifla á meðaltalið.emoticon

Það þarf að vísu nokkurra ára uppsveiflu til að rétta dæmið af.emoticon

En hvað eru nokkur ár á milli vina?emoticon

Flettingar í dag: 719
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419676
Samtals gestir: 38198
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 23:15:54
clockhere