03.03.2010 21:15

" Þróttmikið " Búnaðarþing og ímyndin.

 Nú er Búnaðarþingi lokið, búið að hressa upp á stjórnina og örugglega verið samþykkt fullt af skynsamlegum ályktunum og tillögum. 

Mér varð hugsað til þess þegar verið var að vasast í bændapólitíkinni í gamla daga, þegar kom að stjórnarkjöri upphófst mikið púsluspil.

 Það þurfti að gæta þess að landshlutarnir ættu sína fulltrúa í stjórn  Stéttarsambandsins.
Það þurfti  svo að gæta þess vandlega að stjórnarmenn skiptust í rétta pólitíska flokka.

 Ég minnist þess nú reyndar ekki að hagsmuna kratanna væri gætt á þessum vettvangi.

 Á þeim tíma þurftu menn hinsvegar ekkert að hafa áhyggjur af kynjaskiptingu í stjórninni því betri helmingar okkar fulltrúanna voru að sjálfsögðu heima að sinna búinu með einni eða tveimur undantekningum .

 Gaman væri að vita hvernig stórnarkjörið er dílað í dag.

 Gamli kúabóndinn í Dalsmynni er himinlifandi yfir því að kúabændur eiga 5 fulltrúa af 7 í stjórninni.

Það er ljóst að sólin sest ekki hjá okkur kúabændum fyrr en um 23 des. n.k. í fyrsta lagi.

 Gamli rollubóndinn í Dalsmynni er hinsvegar alveg arfavitlaus yfir því að sauðfjárbændur eiga ekki nema einn fulltrúa í þessari 7 manna stjórn.

 Þetta gengur náttúrulega ekki.

Reyndar var mér bent  á það, að þetta yrði nú kannski til þess að rollubændurnir myndu frekar lifa af komandi hörmungar í landbúnaðinum en ég tek náttúrulega ekki undir slíka vantrú á þessari þróttmiklu forystusveit okkar.

 Og formaðurinn okkar stóð sig bara nokkuð vel í kastljósinu í gærkveldi og ég trúði því oft, að hann tryði mestöllu sem hann hélt fram þar.

 Viðtalið við þær Lárusdætur fyrrverandi heimasætur í Kirkjubæjarklaustri í útvarpinu í dag, var svo ekki síður öflugt fyrir brothætta ímynd bændastéttarinnar.

 En ekki orð um þingið meira. emoticon 

 Ég fékk póst frá góðum kunningja í gær með ávítum fyrir slaka frammistöðu í bloggafköstum síðustu daga.

 Þar sem þessi ágæti lesandi minn hefur hvorki commentað né skráð sig í gestabók frá upphafi eyddi ég póstinum hans með brosi á vör.emoticon
Flettingar í dag: 716
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419673
Samtals gestir: 38198
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 22:47:30
clockhere