16.02.2010 00:18

Foktjón á hestamiðstöðinni.

Nú er aftur komin hreyfing á súrefnið á Nesinu og maður farinn að kannast við sig.

 Hvellurinn sem skall yfir í morgun kom illa við vélageymsluna í Söðulsholti og reyndar mildi að ekki fór enn verr. 



 Þakglugginn á vélageymslunni sviftist af í heilu lagi  og sveif niður fyrir kletta.  Þar lenti hann í hestaskjólinu/ kvosinni þar sem verðlaunahryssur búsins stóðu í hvanngrænni töðunni sem þeim hafði verið gefið 30 mín áður.


 Það er að sjálfsögðu  alvöru álfabyggð í klettunum hans Einars og ekki ólíklegt að þeir hafi séð þetta fyrir og gert góðum granna þann greiða að fjarlægja hrossin í tíma.

Svo getur  almættið annaðhvort hafa verið búið að stugga við þeim eða einhver hávaði fylgt þessum veðurgjörningi,  allavega voru hryssurnar og folöldin búin að forða sér úr heyinu þegar að glugginn skall þar niður.

 Stundum tala menn um lán í óláni.


Flettingar í dag: 2599
Gestir í dag: 273
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430578
Samtals gestir: 39788
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 22:39:30
clockhere