30.12.2009 09:03

Saltborg óttans, skólamálin og lausaganga hrúta !!

 Það var hálfgerður skafrenningur þegar ég renndi uppúr göngunum á suðurleið i gær.

 Hálkan á leiðinni sem var búið að hræða mig með, fannst sem betur fer ekki en söltunin á bílnum var svo með hefðbundnum hætti á höfuðborgarsvæðinu.

 Það var verið að koma alvörubílnum á dekk fyrir næstu fjögur árin eða svo, en það var orðið löngu tímabært.

 Hafnfirðingurinn hann Pero, er sá alharðasti sölumaður sem ég hef kynnst og sem betur fer selur hann hvorki báta né flugvélar því hann hefði þá örugglega selt mér annaðhvort, nú eða bæði.

 Eftir að hafa fundið réttu dekkin og búið til rétta verðið á þau, var bíllinn tekinn á lyftuna en ég sneri mér að kaffidrykkju og símamálum á meðan.

 Þetta var hraðferð og eftir að hafa kíkt á eina útsölu var stefnan tekin útúr saltinu, stressinu og bensínstybbunni aftur í sveitina.

 Hvorki komið við hjá tengdamúttu né Hlað sem eru nú yfirleitt fastir viðkomustaðir í borgarferðunum. Enda stutt í næstu viðkomu þar.

 Og eins og Pero hafði fullvissað mig um komu nýju dekkin afbragðsvel út .

Kvöldinu var svo varið í hreppsnefndarfund um skólamálin en nú fer að styttast í niðurstöðu í samningaviðræðunum við Borgarbyggð um Laugargerðisskóla.

 Og mér skilst að fyrsta mál á dagskrá bæjarstjórnar Grundarfjarðar eftir áramótin, verði bann við lausagöngu hrúta í þéttbýlinu.emoticon
Flettingar í dag: 349
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420349
Samtals gestir: 38301
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 11:44:27
clockhere