19.12.2009 23:41

Litlu jólin í Laugargerði.

 Það var mikið fjör á litlu jólunum sem haldin voru á föstudaginn  og ekki skemmdi fyrir að  jólafríið var  framundan.



 
Afastelpan hún Kolbrún Katla með honum Gísla vini sínum á Minni Borg en þau eru í leikskólanum.



 Hér eru þau Þórður í Laugargerði, Selma á Kaldárbakka, Tumi í Mýrdal og Helga á Lágafelli að taka við spilum, sem átti minna á hversu mikils virði það væri fyrir fjölskylduna að eiga fjölskylduvænar samverustundir.


 Frá v. Jenni Jörfa (með lopahúfuna) Ársæll Ystu-Görðum, Áslaug kennari Lágafelli, Helga Lágafelli, Guðný Eiðhúsum,  Kristín Björk skólastjóri. Neðri röð Inga Dóra Minni-Borg, Steinunn Miðhrauni, Ayush Miðhrauni, Þórður Laugargerði.

 Hér er svo kórinn að gera sig kláran í að þenja raddböndin.



 Aron í Dalsmynni mættur á fyrsta jólaballið sitt og mamma syngur með jólasveinunum.



 Og það er dansað í kringum jólatréð af mikilli innlifun.



Tomaz Lynghaga,  Ilmur, gestur hjá afa og ömmu Laugargerði,  Steinunn Miðhrauni, Inga Dóra Minni-borg, Hafdís Lóa Minni-borg, öll mjög áhugasöm að kanna jólasveinanammið sitt.



 Svo er það spurning hvort jólasveinarnir eru að biðja til guðs eða klappa saman lófunum.

Já, bráðum koma blessuð jólin, eða þannig.emoticon

Flettingar í dag: 944
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 1246
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 443369
Samtals gestir: 41149
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 14:44:03
clockhere