18.12.2009 12:00

Aðventan og akuryrkjan

 Nú hefur orðið alveg umpólun í tíðarfarinu eftir langvarandi norðanbræluna.

 Þó birti varla allan daginn eru hlýindin kærkomin uppbót á haustið og frostið sem komið var í jörð þiðnaði á ný .

 Dótið var því tekið fram  og lokið við að tæta akrana sem ljúka átti við í haust.
Í sögu byggræktarinnar hér, hafa akrarnir aldrei farið jafn klárir undir vetur og nú.

Það er alltaf verið að láta sig dreyma um það að ná þroskuðu sáðbyggi fyrir haustfrostin.


 Pöttingerinn er besti tætari sem komið hefur aftan í vél hjá mér. allir hnífar heilir eftir mikla og misjafna notkun en orðnir nokkuð snjáðir og haf minnkað á þverveginn.
 
 Hér er verið að tæta nýbrotið land þar sem ýtt var út ruðningum í haust. Þegar verið er að rembast við að sá snemma, situr oft frost í ójöfnum sem ergja mann. 



 Trúlega er sáningarmeistarinn ekkert farinn að láta sig dreyma um sáningatörnina sem bíður hans í vor, ásamt uppstressuðum sítuðandi bændum.



 Það er samt alltaf jafn skemmtilegt að spá í þroskann og uppskerumagnið þegar þar að kemur.

Þangað til allt fýkur.

 Já, nú styttist í að daginn taki að lengja á ný.emoticon 

 

Flettingar í dag: 477
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 1246
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 442902
Samtals gestir: 41079
Tölur uppfærðar: 16.5.2024 06:32:45
clockhere