29.11.2009 09:45

Fyrsti vetrarbylurinn.

 Það hlaut að enda með því að gerði smábylgusu og reyndar er fyrsti bylur vetrarins hér, um einum og hálfum mán. seinna á ferðinni en oft áður.

 Það var mjög fínt að fá hann ekki fyrr en allt er komið á hús sem inni á að vera, og enginn útigangur norpandi um hér í boði umhverfisráðherra.


 Svona leit þetta út gegnum eldhúsgluggann út í ljósastaurinn í morgunsárið.

Þetta er að vísu töluvert mikið ýkt ástand því enn sem komið er virðist þetta ætla að verða hálfgerður aumingjabylur hvorki mjög hvasst né mikil snjókoma sem er auðvitað ágætt líka.

 Sá tími sem mér þótti afspyrnuhressandi að komast út í blindbyl er löngu liðinn og kemur að öllum líkindum aldrei aftur.

 Þar sem veðurhæðin er ekki með eðlilegu móti núna hefur aðeins dregið í skafla, en við eðlilegar aðstæður fýkur snjórinn oftast á haf út án lendingar í landi.

 Í góðmennskukasti gærdagsins hafði ég boðist til að gefa morgungjöfina í hestamiðstöðinni.

Það var náttúrulega þegið áður en mér gafst ráðrúm til að bakka útúr því, svo eftir smákaffipásu var brunað niðureftir og gefið.

 Ég skildi snör viðbrögð hestamiðstöðvarliðsins við gjafaboðinu þegar kom í ljós að það þurfti að byrja á að sækja rúllu út.

 Það var bara gaman að þessu og trúlega væri ég vel nothæfur  hrossahirðir með hæfilegri tilsögn.

 Svona til að fari smá hrollur um hrossaliðið er rétt að smella hér inn mynd af hrossagerðinu síðan í feb. 2008.



 Og .þessi fær líka að fljóta með til að sýna að snjórinn á líka sínar skemmtilegu hliðar.

Já það er bara allt í góðum gír í sveitinni.emoticon

 

Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418027
Samtals gestir: 37956
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 11:24:18
clockhere