27.11.2009 08:57

Stressviku að ljúka.

 Nú er veturinn að hellast yfir, orðið drullukalt og slæm spá fyrir helgina.

 Það lá fyrir að allt þyrfti að gerast þessa vikuna svo bændurnir gætið horft slakir inní veturinn.

 Og þetta gekk allt upp.

 Það tókst að renna með tætara yfir það sem brýnast var í ökrunum þó þar hefði mátt gera betur.


 Í  svona þurrkatíð er akuryrkjan skemmtileg og enginn lætur sig dreyma um svona græju.
 Það gæti kannski gerst í vor.

 Tími fannst í að afgreiða eða gera klára fyrir afgreiðslu, byggsekkina sem rollukallar víðsvegar um vestan og norðanvert landið tókst að særa út, þó við nennum nú varla lengur að afhenda byggið valsað og sekkjað.

 Ég hef alltaf lúmskt gaman af hobbýbændunum sem eru oft að fjárfesta í hálfum sekk handa sínum fáu kindum og eru síhringjandi frá miðju sumri, fyrst til að tryggja sér byggið og síðan að pína mig til að afhenda það í tíma fyrir fengitíð.

Ég held að sumir þeirra hafi verið orðnir nokkuð pirraðir í restina.
.
 Og Þorkell á Mel  lauk jaðýtuvinnunni í gærkveldi, svo nú liggur fyrir að kalka og hugsanlega koma hálmskít í 9 ha. af nýbrotnu landi sem tekið verður undir byggrækt næstu árin.


              Ef guð lofar og tíðarfarið verður skaplegt, lítur þetta kannski svona út næsta haust.

 Fullorðna féð var svo loksins tekið inn í gær og byrjað að klippa það. Því verki mun svo að öllum líkindum ljúka í dag.




Skógræktarbóndinn í Dalsmynni býður mér svo með sér í jólahlaðborð vestlenskra skógarbænda í kvöld, þó ég sé nú ekki mjög handtakagóður að hjálpa henni í skógræktinni.

Það verður ágætis slútt á þessarri púlviku.emoticon



Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414577
Samtals gestir: 37267
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:25:15
clockhere