22.11.2009 23:39

Hundalíf og h....... rok.

Sem betur fer hefur hitastigið haldið sig yfir frostmarki að deginum í þessu hávaðaroki sem er að hamast á okkur  sem búum í sælunni á sunnanverðu Nesinu,  þessa dagana.

 Næsta vika á svo að verða síðasta stressvikan í haust enda hefur mörgu verið komið í verk, aldrei þessu vant. Svo er góðu tíðinni fyrir að þakka.

 Og hundarnir sem oft væru búnir að svitna í haust ef þeir á annað borð gætu það, sjá líka fram á rólegri daga.



 :Þó Vaskur megi ekki taka þátt í að smala kúnum í biðplássið fylgist hann alltaf vel með því ef eitthvað skyldi nú bjáta á. 

 Alltaf jafn áhugasamur þó skrokkurinn sé ekki til jafn mikilla afreka og fyrrum.



 Og þrátt fyrir að Snilld sé vel af guði gerð hvað fótagerð varðar ( Dalsmynnisræktunin) og verður aldrei sárfætt hvað sem á gengur, tjónaðist hún í dag.



 Hún lenti í því að koma vitinu fyrir heilaskert fyrirbrigði af Austurbakkanum og er það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem þess gerist þörf.

 Þetta kostaði allnokkur átök og  nú er farið um á þremur og gott að eigandinn á hunda til skiptanna í lokasprett fjárragsins.



 Og hérna sjáið þið alvöru fótagerð sem aldrei verður sárfætt þrátt fyrir óhugnanleg átök sem þessum fótum hefur verið boðið upp á gegnum tíðina.



 Ég ætla svo engu að spá um hvernigi fótagerðin hér fyrir ofan á eftir að reynast en margt bendir til  þess að það eigi eftir að reyna duglega á þessa fætur  áður en lýkur.


 Kannski verður svo júgurgerð landnámskúnna tekin fyrir fljótlega.emoticon



Flettingar í dag: 431
Gestir í dag: 139
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424168
Samtals gestir: 38704
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 20:42:42
clockhere