29.10.2009 00:02

Villifé og villuráfandi jarmandi malbikssauðir.


 Það er talið að elsta kindin sem náðist í Tálknanum í gær hafi verið 4 vetra.

 Hinar hafi verið eins til þriggja vetra.

 Þetta segir meira en mörg orð um það, við  hvaða aðstæður þetta fé býr þarna í útiganginum.

 Það er nefnilega þannig að íslenska sauðkindin er húsdýr og hefur frá upphafi Íslandsbyggðar verið ræktuð í tvennum tilgangi, Annarsvegar til kjötframleiðslu og hinsvegar til ullarframleiðslu.

 Og það er ullarframleiðslan sem er hluti af þeim skelfingum sem  bíður þeirra lamba sem komast upp þarna, því þetta fé er ekki, eðli málsins samkvæmt rúið árlega eins og það er ræktað til.

 Í einhverjum tilvikum losnar einstaka kind við ullarreyfið en hinar sem eru komnar með 2, 3 eða 4 ullarreyfi hvert yfir annað eru ekki í góðum málum hvorki sumar né vetur. 

Enda virðast þær samkvæmt þessu ekki verða eldri.

 Eins og fyrri daginn verður umræðan alveg ótrúleg. Einn af mestu þungavigtarmönnunum  í umhverfisumræðunni toppaði þetta rugl samt alveg gjörsamlega þegar hann tók sem dæmi að engum dytti í hug að útrýma skógarbjörnunum þó þeir væru orðnir horaðir á vorin.

 Á meðan skógarbjörninn liggur í hýði sínu yfir veturinn er sauðkind á útigangi náttúrulega að berjast við að halda lífinu, í þessu tilviki á ísuðum klettasyllum norður við dumbshaf við skelfilegar aðstæður ef vetur er harður.

 Þessir " velunnarar" íslensks útigangsfjár ættu vita hvernig er að koma að kind uppi á fjöllum á miðjum vetri, klökugri   svo hún stendur varla í lappirnar, vafrandi um á rótnöguðum bletti sem stendur uppúr snjónum.

 Og nú verður eflaust fljótlega til undirskriftalisti í feisbúkk þar sem hvatt er til að sett verði lög, sem banni smölun á útigangsfé svo það geti dáið drottni sínum eftir tveggja til þriggja ára kvalræði.emoticon 
 
Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 417907
Samtals gestir: 37939
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 03:13:56
clockhere