12.10.2009 21:59

Erfið helgi. Ættarmót , rolluhasar og herskylda.

 Nú er mesta rolluhasarnum lokið þetta haustið þó sitthvað sé eftir.

 'A föstudaginn voru líflömbin valin eftir  vigtun  og sónun, og síðan var öllum lambahópnum smalað inn á sunnudag og tekin frá þau sem fara í Hvíta Húsið á Hvammstanga.


 Það var ánægjuleg tilbreyting að komast inn  slátrunarkerfið hjá þeim .

 Eitt símtal við Magnús snemma í sept. og slátrunardagur fyrir hópinn ákveðinn 12 eða 13 okt. og ekki orð um það meira.


 Hópurinn var síðan tekinn í dag og nú er bara eftir að dagsetja hvenær dæminu verður lokað og kistan fyllt fyrir veturinn.

 Enn vantar eina tvílembu og eina veturgamla með lambi. Síðan vantar nokkur lömb þar sem móðirin er komin með hinu lambinu en það ríkir engin bjartsýni um heimtur á þeim.

 Þetta er ekki slæmt og þýðir það að ferðum mínum um fjöll og firnindi í kindaleit verður í nokkru lágmarki þetta haustið. ( og framvegis).


 Menn og tæki uppi á fjöllum að elta rollur sem koma þeim ekkert við , á landi sem kemur þeim alls ekkert við. Og kaupið er að sjálfsögðu ekkert, í þessari forneskjulegu herskyldu.

 Enda aðhyllist ég þá stefnu af sífellt meiri ákveðni, að fjáreigendur eigi að bera erfiðið eða kostnaðinn af því að koma fé sínu til byggða sjálfir.

 Seinnipart laugardags hittist svo slatti af afkomendum Margrétar og Guðmundar í Dalsmynni í Langaholti og átti góða kvöldstund saman.



 Systkinahópurinn mætti allur, nema nýsjálendingurinn ( 10 st. mætt). Hluti af seinni kynslóðum lét sig líka hafa það að mæta. Þetta er ekki lítil fjölskylda og þarna voru um 60 í mat.

 Gamla konan velti því svo fyrir sér hver hefði eiginlega alið þennan skríl upp þegar það voru tekin bakföll í hláturskrampa við að skoða gamlar myndir , ja allt aftur á miðja síðustu öld.

  Engin kreppa í Dalsmynnisliðinu.emoticon 

 

Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424066
Samtals gestir: 38622
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:23:49
clockhere