09.10.2009 22:59

Afkoman í byggræktinni og ógnvænlegir reikningar.

Hvernig er afkoman? Er nokkuð útúr þessu að hafa, spurði Gunnar í Hrútatungu mig?

 Hann var á ferðinni í haust, með félögum sínum í stjórn Framleiðnisjóðs en þau kíktu við hjá okkur í byggþurrkuninni á ferð sinni um Vesturland.

 Ég endurtók náttúrulega það sem ég hefði sagt honum áður, að við þyrftum að ná þremur tonnum á ha. og 300 t. í gegnum þurrkunina  sem lágmarksmagni svo við þyrftum ekki að greiða með þessu. Við hefðum reyndar aldrei náð því.

  Reiknið þið með að ná því einhverntímann spurði Gunnar ákveðinn og hafði gaman af því að pína mig aðeins. 

 Já, svaraði ég afdráttarlaust og gerði mig svo sannfærandi í röddinni að ég held að meira að segja Gunnar hafi trúað mér. Hin sem þekktu mig mun minna eða ekkert, hafa örugglega trúað þessu.

 Nú er uppskerunni lokið þetta haustið og Söðulsholtsbóndinn kominn með skemmtilegar tölur á blað.

 Samkvæmt þeim er uppskeruaukningin hjá okkur félögunum veruleg frá því í fyrra þrátt fyrir mun færri ha. í ræktun.

 Við erum  komnir með 240 tonn af þurrkuðu byggi.  Auk þess höfum við þurrkað fyrir aðra um 50 tonn og erum því á góðum málum með þurrkunina.

 Dalsmynni sf. er svo að ná um 4 tonnum af ha. sem er fínt ( rúm 3 t. í fyrra) og erum við því með 15- 20 tonn umfram heimanot.

  Reyndar leggjum við allir framleiðsluna inn hjá Yrkjum ehf. og þeir okkar sem eru að gefa byggið, kaupum það síðan til baka á okurverði vegna þess að Einar skrifar út reikningana.

 Ég veit alveg nákvæmlega þegar hann er að koma með reikning á mig því þá er hann svo léttstígur inn forstofuna .

 Já, þetta voru ánægjuleg tíðindi  og síðan er hellingur af hálmi kominn í plast og miklar ráðagerðir uppi um að breyta honum í umkomulausar íslenskar krónur.emoticon 

  En margar.emoticon 

 Ég var svo bara að prófa að skrifa eitt myndalaust blogg til tilbreytingar. emoticon 

Takið það svo bara rólega um helgina.

Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424126
Samtals gestir: 38674
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:47:07
clockhere