08.10.2009 22:06

Smiðirnir og hann Sigur frá Hólabaki.

 Það stenst nokkurnveginn á , að morgunverkunum í fjósinu lýkur rétt fyrir átta og smiðirnir renna í hlað tilbúnir í átök dagsins. Þeir eru iðnir eins og maurar og líta ekki upp frá vinnunni þó ég sé eitthvað að reyna að tefja fyrir þeim.
 Og þó þetta sé skelfilegur tími til byggingarvinnu utanhúss (að mínu mati) þá höfum við verið ótrúlega heppnir með veður þessa daga.

 Það er verið að einangra og klæða fjósið að utan. Á verkplani ársins átti þetta að vinnast í júní eða júlí en nú ræður maður sér ekki fyrir kæti að sjá þó fyrir endann á þessu fyrir veturinn.


 Miðað við söguna eru þetta þó tiltölulega lítil skekkjumörk því klæðningin átti að komast á  2004 og árlega síðan.

 Það er svo tímanna tákn að ekki er til efni í rautt þakjárn í landinu og verður ekki næstu vikurnar svo frágangur á þakköntum bíður því enn um sinn.

 Það var svo verið að sónarskoða restina af hryssunum sem Sigur frá Hólabaki var að þjónusta hér í sumar.



 Þó manni hafi nú ekkert litist á rólegheitin sem voru í girðingunni hjá honum. þá var útkoman ágætlega ásættanleg eða 2 geldar af 21.

 Önnur gelda hryssan  virkaði nú sem hálfgerður einfari í hólfinu en hin hvarf nú í hópnum.


  Nú er það spurningin hvaða eðalstóðhestur tefur vegfarendur í þessu hólfi næsta sumar??





 
 
Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424070
Samtals gestir: 38626
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:45:53
clockhere