10.09.2009 22:30

Afastrákurinn í verkunum.


 Afastákurinn varð ársgamall þ. 7 sept. s.l.

  Honum lá að vísu svo á að komast í heiminn að hann kom 5 vikum fyrir tímann.

Síðan hefur hann svo verið hinn rólegasti og æðrast hvergi þó eitthvert  andstreymi sé í lífsbaráttunni.

 Að vísu þolir hann hungur dálítið illa sem vonlegt er  og þá kemur í ljós að allt er í sómanum með raddböndin.



  Pabbinn hefur mjög einbeittan brotavilja til að magna upp í honum dótagenin þrátt fyrir kreppuna sem lokar á allar dótafjárveitingar.



 Hér er verið að kenna honum á moksturstækin.

 Stundum þarf svo Aron Sölvi að hjálpa til við fjósverkin sem hann telur að sjálfsögðu ekki eftir sér.



  Hann stjórnar svo öllu í mjaltabásnum af mikilli röggsemi og unir vel hag sínum  í fötustatífinu fyrir
óhreinu klútana.

  En fjósaverkin geta orðið dálítið erfið bæði ungum og öldnum.



  Þá er bara að leggja sig aðeins.

Afinn kann nú samt betur við letistólinn sem bjargar honum oft gegnum skammdegið.emoticon

Flettingar í dag: 1384
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 429363
Samtals gestir: 39653
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:51:24
clockhere