09.09.2009 20:02

Veðurfar, kýr, rýgresi og rúllunet!


 Ekkert lát er á góðviðrinu sem hefur ríkt hér undantekningarlítið síðan snemma í júní.

 En þrátt fyrir þetta endalausa góðviðri eru Dalsmynniskýrnar hættar að fara út, þó manni finnist nú örstutt síðan þær þeyttust út í sumarið með gríðarlegum fagnaðarlátum.


 Ástæðan fyrir því, er fyrst og fremst sú að þær voru algjörlega búnar að missa áhugann á rýgresinu sem var í annarri og þriðju sprettu.

 Þessi rýgresisræktun hvort heldur er til beitar eða sláttar er ekki alveg að virka í fóðrunarplaninu hjá okkur og verður tekin til endurskoðunar fyrir næsta ræktunarúthald.

 Burðurinn á þeim byrjar þó ekki á fullu fyrr en um miðjan okt. en þá kemur mikil burðarhrina.
Það er því frekar rólegt í fjósverkunum núna, sem er ágætt eftir annríkissumar og allt að gerast í hauststússinu.

 Það er svo verið að gera allt klárt fyrir smalamennskur og gamli bóndinn og Vaskur eru farnir að kíkja upp til fjallanna, hvort rollurnar séu nú farnar að lækka sig og koma niður á dalinn. 


 Reyndar er það að gerast, sem segir manni að grösin efra séu að daprast með fyrra móti í ár sem aftur má rekja til þurrkanna.

 Ég sem er nú orðinn öllu vanur í lífsins ólgusjó varð svo fyrir dálitlu áfalli í dag þegar ég ætlaði að kaupa eitt st. netrúllu fyrir hálmvertíðina og hún kostaði aðeins rúmar 60.000 kr.

 Eins gott að það er langt í næstu heyskaparvertíð.

Og að ég gat grafið upp aðra á gamla verðinu. ( 40.000.)emoticon




 

Flettingar í dag: 2734
Gestir í dag: 520
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427799
Samtals gestir: 39434
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 15:37:22
clockhere