16.08.2009 16:00

Kvennareið Hnappdæla.

 Hin árlega kvennareið var framin í gær , laugardag.

Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að undanfarin 5-6 ár hefur hún bara farið fram í umræðu eða í huganum en nú var þetta alvöru. Og verður það auðvitað framvegis.



 Safnast var saman hjá Mýrdalsrétt en kvennavalinu í Kolbeinstaðarhrepp og Eyja-og Miklaholtshrepp var boðið til reiðarinnar ásamt gestum.


 Þungavigtarmennirnir úr fjörulallagenginu sáu um að stjana við konurnar og buðu upp á veitingar á Ytri Rauðamel.

 Það var riðið að Syðri Rauðamel, þaðan að Ytri Rauðamel, síðan komið við í skógræktargirðingunni í Hrossholti og þaðan var síðan haldið að Söðulsholti.
Reyndar er mikið úrval góðra reiðleiða á þessu svæði.
 Þáttakendur voru svo á  ýmsum stigum reiðmennskunnar, allt frá því að vera atvinnumanneskjur í þessu , í að hafa ekki farið á bak í 10- 20 ár. 


Það er alltaf logn á hlaðinu á Y. Rauðamel og nú var það ennþá meira en vanalega.


 Riðið úr hlaði á Y. Rauðamel þar sem er eitt af fegurstu bæjarstæðum á íslandi, með logn  í öllum áttum sem bónus.
    (Þessi blesótti glófexti sem er fremstur kann alltaf best við sig þar.)

 Það er engin alvöru kvennareið nema einhverjir kallaskúnkar séu í að dekra við konurnar eins mikið og leyfilegt er. Í frumraunina að þessu sinni völdust þrír aðalmennirnir í fjörulallagenginu ásamt tamningarmeistaranum í Söðulsholti o.fl. Við Gunni og Einar lögðum okkur alla fram til að toppa þetta venjulega daglega dekur, sem var náttúrulega erfitt.



 Í dótakassanum ( vélageymslunni )  í Söðulsholti var síðan slegið upp mikilli veislu.


 
  Það fór ágætlega   um þessar elskur meðan beðið var eftir matnum.



 Tamningameistarinn var settur á grillið fyrst en síðan í að skera niður lambið..



 Dótakassinn sem er hálftómur yfir sumarmánuðina virkaði vel í þetta og hefði alveg þolað talsvert fleiri konur. Við fjörulallarnir líka.


 Það var yngri húsfreyjan í Dalsmynni sem dreif í þessu löngu tímabæra máli.


Það eru svo fleiri myndir í albúmi. Og hér.


Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424062
Samtals gestir: 38619
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:01:18
clockhere