28.07.2009 19:31

Íbúðarhúsið og ferðatöskurnar.

 
  Strákarnir sem voru að klæða húsið mitt að utan síðasta hálfa mánuðinn eru miklir indælisdrengir.

Það var samt óblandin ánægja þegar þeir tóku saman í dag og yfirgáfu svæðið.

 Nú sér loksins fyrir endann á gagngerðum endurbótum á öllu því sem út snýr á íbúðarhúsinu, sem ég byggði með miklum látum, á einu sumri fyrir 30 árum.

 Þakefnið sem var nýjung í þá daga og átti helst að endast nokkrar kynslóðir, var plasthúðað í lit og ef einhver skurfa kom á húðina var óðara kominn ryðblettur.


 Gústi og Óli loksins mættir í sveitina. Þökk sé kreppunni.

 Það var fjarska fallegt en ég var löngu búinn að taka ákvörðun um að henda því, áður en lekinn byrjaði fyrir alvöru.

  Smiðirnir sem ætluðu að drífa þetta af fyrir einhverjum árum sáust þó aldrei.

 Svo kom kreppa og þá urðu þeir allt í einu fullir af  umhyggju fyrir sveitavarginum. Fyrst skiptu þeir um alla glugga á mettíma og svo var ráðist á þakið.


 Atli fékk meira að segja vinnu dagstund við að koma þakjárninu niður og upp.



 Svo mætti sjálfur Göslarinn á svæðið og nú skyldi tekið á því.

 Eftir tveggja ára yfirlegu og vangaveltur um klæðningu utaná húsið var endað á því að setja flísar á kofann. Dálítið svona 2007, en  þetta var niðurstaðan. Eftirá hálfvorkennir maður öllum sölumönnunum sem voru að gera mér tilboð með hin margvíslegustu klæðningarefni.



 Það var pússað og lagað svo þetta yrði nú almennilegt.



 Markmiðið er að ég þurfi svo ekki á líta á nokkurn skapaðan hlut utanhúss hjá mér, allavega í þessu jarðlífi.



  Bara að nú fari ekki eins og með þakjárnið góða fyrir 30 árum.

En þangað til annað kemur í ljós verð ég mjög hamingjusamur með þetta.

 Og mín heittelskaða sem var farin að hafa í hótunum um,  að yfirgefa bæði mig og þennan ónýta húskofa er búin að taka uppúr töskunum. emoticon

 Reyndar skilst mér nú að það þurfi víst að gera eitthvað " smávegis " innandyra líka.

 Svo þegar það er búið þá??emoticon





Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418134
Samtals gestir: 37981
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:26:22
clockhere