09.06.2009 09:20

Sleppitúrinn og ferðahrossin.

  Nú verður lagt í hestaferðina í dag. Ferðalangarnir  hestar og menn, safnast saman að Smáratúni í Fljótshlíð en þaðan verður síðan riðið í fyrramáli.
 
Ferðahrossin mín  þrjú eru margreynd í lífsins ólgusjó .

 Fyrst skal frægan telja Oturssoninn Hyrjar frá Dalsmynni.



 Hann er að vísu að komast á aldur og sleppitúrunum fer að fækka sem hann kemst í.

  Þetta er mikill yfirferðahestur á brokki og tölti og þrátt fyrir að vera risastór lurkur er hann einstaklega mjúkur ásetu og skiptir litlu hvort brokkið eða töltið er í notkun.
 Þetta er besti klár sem ég hef eignast um dagana og þó kappið til að komast áfram hafi stundum reynt á langlundargeðið hefur alltaf náðst samkomulag.
 Sem smalaklár er hann einstakur, fer á allt sem honum er beint á og í taumi held ég að hann myndi fylgja mér viðstöðulaust ef ég gengi fram af björgum.

  Síðan er það Þrymur frá Dalsmynni,fenginn að láni frá yngri dótturinni.



 Þrymur er fimmgangshestur og ágætur ferðaklár , mjúkur á öllum gangi. Viljinn er ekki til vandræða hjá honum þó hann takin stundum aríur vegna þess að kúlurnar fóru í seinna lagi úr honum.

Síðan er það hún Bára frá S. Skörðugili.



 Þetta er fjórgangshryssa, örviljug með gott tölt. Dóttir mín sú hin eldri á hana og setur hana svo í ræktun að sleppitúr loknum.
 
 Stígandi fær ekki að fara í sleppitúrinn,  því þó ég eigi ríkjandi hlut í honum er það minnihlutinn sem ræður.  Hann fær að spreyta sig í B flokknum á fjórðungsmóti í staðinn.

 Vonarneisti Þrymsson frá Dalsmynni fer síðan með sem aukahestur en það er ekki einusinni til mynd af honum sem finnst í fljótu bragði.

 Það verður því væntanlega rólegt á Dalsmynnisblogginu fram yfir helgi nema frúin fari eitthvað að gera grín að mér.emoticon
 
Flettingar í dag: 2560
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430539
Samtals gestir: 39779
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 21:16:05
clockhere