09.03.2009 20:13

Fjallið, Múhameð og hann Sigur frá Hólabaki.

 

   Hrossaræktin hér í Dalsmynni hefur aldrei verið stór í sniðum. En með hugarfari sjálfsþurftarbóndans  var faðir minn löngum sjálfum sér og sínum nógur með hross og lítið keypt eða selt þó á tímabili þyrfti margt tamið fyrir mannmargt heimili.

  Hann hafði gaman af að vera vel ríðandi og þó hrossakosturinn væri ekki samkvæmt nýjustu  kröfum  var alltaf eitthvað vel nothæft til.
 
  Maður fór fljótt að gera ákveðnar kröfur. Fyrst með það að hrossin kæmust áfram þegar á þurfti að halda og síðar var manni ekki alveg sama  hvernig þau fóru að því.

  Þó að maður geti talið á fingrum annarrar handar alvöruhrossin frá þessum árum þá hlýnar manni um hjartaræturnar við að hugsa til þeirra.

  Á tímabili lagði ég af hestamennskuna og fyrir svona 10 árum tók ég þá ákvörðun að hætta hrossarækt og folaldaframleiðslu.

  Ég held því fram að það sé til marks um ákveðna skynsemi að geta skipt um skoðun á einhverju og þó ég þekki menn sem halda því fram að ég geti það ekki, þá skipti ég um skoðun í hrossaræktunarmálunum.
  Nú á ég hlut í nokkrum ræktunarhrossum og eina hryssan sem ég á eftir úr gömlu Dalsmynnisræktuninni skilar nú einu folaldi á ári og sér ekki fyrir endann á því.


 Í þessum fola á þriðja vetur, Funa frá Dalsmynni sé ég ýmsa takta sem ég kannast við síðan í gamla daga.

 Það þekkja allir sem hafa átt afbragðs hest, nú eða hund að þegar þeir eru horfnir úr notkun hefst endalaus leit að sambærilegu dýri. Þó ég viti að slík leit muni trúlega aldrei bera árangur leita ég samt.
  Þegar ég fór að leita ráða hjá fagfólkinu um stóðhest sumarsins, snemma í vetur bentu þau mér á stóðhest sem myndi trúlega höfða til sérviskunnar í mér. Eftir að hafa kynnt mér málið hafði ég síðan samband við eigandann  til að vita hvar hægt væri að hitta á gripinn  á seinna tímabilinu í sumar. Stundum þróast svo hlutirnir á dularfullan hátt og rétt eins og fjallið kom til Múhameðs í den, þá endaði þetta með því að stóðhesturinn kæmi til hryssunnar minnar og dveldi hjá henni og væntanlega fleirum, seinna tímabilið í sumar.

 

    Svo Sigur frá Hólabaki kemur alla leið frá Reyðarfirði til að reyna kynbætur vestur á Snæfellsnesi.

  Það er eins gott að ég fái folald út úr því.emoticon  

  Já, merfolald með lit og eitthvað fleira frá föðurnum. emoticon 
 

 

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422803
Samtals gestir: 38522
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 05:23:28
clockhere