03.03.2009 20:08

Lottóið,akuryrkjan og djúpa laugin.


 Það er ótrúlega stutt síðan við byggræktendur supum hveljur þegar sáðfræið hækkaði úr 50 kr.kg. í 60 kr. milli ára. Þá kostaði fræskammturinn í ha. 12.000 kall og áburðurinn annað eins og þótti dýrt.

  Nú er komið að því að Dalsmynnisbændur og reyndar aðrir líka, þurfa að ákveða hvort, eða hvað mikið eigi að sá af byggi næsta vor.  Núna kostar sáðfræið" aðeins " 25.000 kall á ha. og áburðurinn um 28.000 kr.   Og akuryrkjan sem er endalaust lotterí verður við þetta verulegt áhættuverkefni sem áhættufíklum finnst spennandi
að glíma við. Þetta er  lottó sem snýst ekki um gróða heldur hve tapið verður mikið/lítið.


               Það er skemmtilegt þegar hvítagullið hleðst upp í þurrkuninni.

  Já það er spáð í gengisþróun og verðþróun á innfluttu kjarnfóðri, hugsanlegar tekjur af hálmi og hvort náist einhver styrkur á ræktunina því nú á að að framleiða  íslenskt sem aldrei fyrr.  Reyndar eru nú að renna upp glænýir tímar í styrkjasögu íslensks landbúnaðar ef Bjargráðasjóðurinn verður notaður í áburðarkaup, til að komast hjá uppskerubresti !  Þetta hlýtur að skiljast þannig að menn leggi að jöfnu stórfellt kalár og áburðarverðshækkanir á krepputímum. 
 
   Fallegur akur gleður augað a.m.k. áður en allt fýkur af honum. Vaskur er þarna í hæðarmælingum.

   En það skiptir trúlega engu máli hve mikið er spáð í hlutina á þessum upplausnartímun, niðurstaðan verður ekki trúverðug hvorki fyrir auðtrúa sálir eða gúrúana.

  Er ekki bara réttast að loka augunum og stökkva, rétt eins og maður stökk í djúpu laugina í gamla daga.

  Alltaf komst maður upp á bakkann aftur.emoticon    

   
  
   
 
  
  

  

Flettingar í dag: 2829
Gestir í dag: 567
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427894
Samtals gestir: 39481
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 21:40:05
clockhere