17.02.2009 09:16

Flatgryfja í fjárhús á Brjánslæk.


  Það var fyrir nokkrum árum sem Halldóra  og  Jóhann Pétur útlistuðu fyrir mér fyrirhugaðar breytingar á stórri flatgryfju sem breyta átti í fjárhús.

 Nú var framkvæmdin tekin út.




 Útveggir og milliveggur höfðu verið steypt í um 2.60 m.hæð og stálgrind og járn ofaná í 5 m. vegghæð.
 Til að fá næga lofthæð var milliveggurinn lækkaður um 45 cm. síðan var bætt við burðarbitum sitt hvoru megin við hann. Gólfið er síðan forsteyptar einingar.
 Milligerðirð eru úr nótuðum plastborðum. Þetta er þrælsterkt efni sem þolir vel talsvert bil milli stoða.



  Loftið er einangrað með einangrun frá Jötun Vélum. Sama efni og þeir bjóða upp á með stálgrindahúsunum sem fyrirtækið flytur inn.
  Það á eftir að opna mæninn og setja loftræstiop á hliðarveggi með vindneti.



 Þilplöturnar eru einnig frá Jötun Vélum. Þetta er þrælsterkt plastefni og hér er búið að skipta plötunni í tvennt.



  En það voru gjafagrindurnar sem ég hafði mestan áhuga á. Þær eru smíðaðar af  þeim nöfnunum á Brjánslæk og Laxárdal í Bæjarhr. og eru algjör snilld.
   Hér er rúllan hálfnuð og búið að færa upp efra jötubandið.



  Hér sést einföld og góð lausn á stillingunni á jötubandinu og frágangurinn á brautinni fyrir hliðargrindina.



 Það eru göngudyr inn í gjafagrindina og hér sýnir félagi Ágúst, hvernig þetta virkar.
Það er allt rafsoðið í göflunum sem hægt er, og þetta var ótrúlega stabílt.



  Einfalt þægilegt og öruggt.



  Hér bíða burðarstíurnar vorsins óþreyjufullar. Brynningin er í röri með veggnum.



  Þessi græja sér um að skila rúllunum á sinn stað.


 Fjöllin vestra eru stundum fastheldin á fé og þessir bræður eru tiltölulega nýkomnir á hús eftir fjarveru síðan vorið 2006 ( 2007, sjá athugasemd), þegar þeim var sleppt nokkurra vikna gömlum.



  Þetta hörku smalagengi samanstendur af Fiðlu frá Eyrarlandi, Skrám frá Dalsmynni og Jóhanni Pétri frá Borgarnesi. Það vantar Halldóru á myndina en hún stjórnar þessu öllu saman.



 Eftir mikla leit fannst svo ein með handföng í húsunum.

 Já,ekki er  hægt að segja annað en þetta hafi tekist býsna vel hjá þeim Brjánslækjarbændum.

  Það eru svo fleiri myndir inni á albúmi.

Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423926
Samtals gestir: 38599
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:32:27
clockhere