13.02.2009 09:38

Að þreyja þorrann.

 

   Þorrinn fer oft mjúkum höndum um undirritaðan.  Þetta er tími rólegheitanna eftir erilsamt sumar og haust. Hækkandi sólin fer ákaflega vel í mann, stillurnar undanfarið líka. Á þessum tíma leggur maður mat á kalhættuna í túnunum og ef engin svellalög eru á þessum tíma verður kalhættan lítil eða engin þetta árið. Nú er útlitið mjög gott hvað þetta varðar og jörðin klakalítil til að kæta mann enn frekar.

   Einhverra hluta vegna hef ég oft undir höndum fjárhundsefni sem þarfnast kennslu og er svo nú.



   Þessar verða í námi í vetur. Snilld frá Dýrfinnustöðum( eins og hálfs árs) nær og Dáð frá Móskógum
 ( 8 mán ) fjær. Byrjendum í tamningum er bent á upplýsingarsafnið hægra megin á forsíðunni hér. Þar er síða  " Hundatamningar," þar sem hægt er að fylgjast með tamningunni á Dáð, í máli og myndum.


 Ef veður leyfir er gjarnan tekinn tími í það á þessum tíma og frameftir apríl. Síðan er frí í hundatamningum fram í júlí.
 
  Langþráður gripabíll kom svo hér í gær og tók með sér 6 fullorðna gripi og 8 smákálfa.
Það er SKVH sem sér um þessa hlið rekstrarins og hafa þessi viðskipti gengið ákaflega vel, þar  til í vetur að allt í einu var gamla biðlistakerfið komið á, undirrituðum til mikillar skelfingar.
  Nú eru þeir farnir að úrbeina og vinna þetta sjálfir að hluta. Það er síðan að skila sér í aukinni afsetningu og jákvæðari bændum.



  Já, svo verður þorrinn blótaður hraustlega á laugardagskvöldið. emoticon





 

Flettingar í dag: 347
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424084
Samtals gestir: 38639
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 14:32:19
clockhere