16.01.2009 23:08

Ömmustelpan og tvíkelfingarnir.



   Enn einn föstudaginn klikkaði afinn á afadeginum.

   Amman bjargaði því sem bjargað varð eftir hádegi og þar sem afinn sveikst líka um að mæta í fjós var ömmustelpan látin hjálpa til við mjaltirnar.

   Og .þá byrjuðu ævintýrin.



 Huppa tók upp á því að eiga sæta kvígu svo litla manneskjan fengi að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig.


                               Já, hann er dálítið blautur úr maganum á mömmu sinni.

 Þetta var mikil upplifun og  þegar maður var rétt búinn að ná andanum yfir þessum býsnum 
þá hélt ævintýrið bara áfram.

   


  Það var nefnilega annar kálfur og hann kom meir að segja afturábak í heiminn.



 Þetta var nú strákur og hann var nú bara enn blautari en hinn.



  Það var mikið ó ó á henni ömmu og eins gott fyrir hana að fara strax að þvo sér.


Já það er sko miklu skemmtilegra þegar að afi er ekki heima.emoticon 
  

Flettingar í dag: 373
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424110
Samtals gestir: 38659
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 15:51:39
clockhere