06.01.2009 20:28

Hvítþvottur og pólitík.

 
        Nú eru þeir, háttvirtur forseti vor ásamt honum Bjarna  Á. búnir að lýsa iðrun sinni yfir því að hafa ekki séð í gegnum plottin í tíma. Þeir eru samt sem áður algjörlega saklausir af þessum skelfingum öllum saman og enginn minnist á fjölmiðlalög né viðtölin við Bjarna þegar hann varði þetta allt vasklega, þegar erlenda umræðan var í gangi í fyrravetur.
  Og pólitíkusarnir sem létu allar viðvaranir sem vind um eyru þjóta eru enn saklausari, þó geislabaugarnir  þeirra séu nú úr sama efni og nýju fötin keisarans.
  Seðlabankastjórinn sem vissi þetta auðvita allt fyrir löngu, hefur marglýst því yfir, að enginn hafi tekið mark á honum þegar hann benti á  hvað væri að gerast, situr náttúrulega sem fastast líka, þó nú sem aldrei fyrr þurfi að hafa seðlabankastjóra sem tekið er mark á.
  Það sem er grafalvarlegt í málinu er að þrátt fyrir hvað hefur gerst er ekkert breytt. Sömu pólitíkusar, fjármálaeftirlit o.sv.frv.  Næstum sama fólkið í bönkunum. Topparnir hætta að vísu en næstráðendur eru færðir upp um eitt þrep í stjórnuninni. Nú er bara að afskrifa skuldir og koma þessu síðan í sömu hendur í rólegheitum. 

  Og svo er allt að gerast í pólitíkinni. Ég hef trúað því, að nú hljóti að koma fram framboð sem móðurleysingjar eins og ég, í pólitíkinni geti kosið. ( Ekki e.h. ruglframboð, heldur alvöru.)
 Eina sem gæti komið í veg fyrir það yrði veruleg uppstokkun í gömlu flokkunum.

  Og viti menn . Frammararnir ríða nú á vaðið og þó atburðarrásin sé að vísu nokkuð tilviljunarkennd er greinilega mikið fjör framundan. Framagosarnir hafa greinilega áttað sig á því, að takist að koma gamla flakinu á flot og á nokkra siglingu, gæti verið  til mikils að vinna. Það er nefnilega nokkuð ljóst að moldarkofaflokkurinn verður ekki talinn vænlegur til samstarfs að loknum kosningum, hvenær sem þær verða.


Og þegar að þessu dimmviðri lýkur, munu menn sjá að daginn er loksins tekinn að lengja.emoticon 


 
Flettingar í dag: 1415
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 448716
Samtals gestir: 41424
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 20:01:12
clockhere