02.01.2009 09:11

Flóttadýr sótt í Þverdalinn.


  Bjartsýni er nauðsynleg á þessu síðustu verstu, en kastið sem við Iðunn voru í um miðjan gamlársdaginn,þegar við ákváðum að láta tittina og Hyrjar vera í hólfinu sínu á nýársnótt, það hefur trúlega verið bjartsýniskast ársins.

 Það er rétt að taka fram að þegar dóttirin ýjaði að því, hvort hrossin í fjallinu yrðu líka látin vera , þar sem þau væru nú lengst innfrá, þá sagði gamli maðurinn þvert nei. Rjúpnaplokkararnir sóttu þau því , en sá gamli sat afmælið í Reykjavíkinni hinn rólegasti.

  Það fór hinsvegar að fara um hann þegar djöfulgangurinn byrjað um miðnætti. Það var logn og hljóðbært með afbrigðum og þegar mér fannst ég sjá félaga húsbílaklúbbsins á planinu við Garðskagavita, skjóta útrásarvíkingunum út á hafsauga var mér öllum lokið.

 Eftir órólegan nætursvefn og morgunmjaltir  beið ég ekki birtunnar með að skanna girðinguna sem hestarnir áttu að vera í, á fjórhjólinu.

Þar voru engir tittir og alls enginn Hyrjar..

 Um leið og birti var brunað inn á dal og þar sem mikill reynslubolti var á ferðinni, þegar hrossaleit eftir sprengjuárásir er annarsvegar, var ekki stoppað fyrr en sást um allan dalinn. Þaðan   voru hlíðar skannaðar með Zeissinum upp í neðstu klettabeltin.
Það varð mikið spennufall þegar ég sá hestana ofarlega í Þverdalsbotninum.



  Það kom í hlut sökudólganna að sækja þau. til þess voru gripnir skjóttu klárarnir hans Einars.


  Hér sjást þau ríða heldur framlág inn Núpudalinn. Þau hafa reyndar oft verið betur ríðandi, Einar minn.



  Ég get fullvissað ykkur um að þetta var mikið puð að komast þarna upp. Gönguformið var frekar dapurt eftir hóglífi jólanna. Smalarnir sjást óljóst á miðri mynd dragandi klárana upp.


  Allar myndirnar hér fyrir ofan eru teknar með alvöru myndavél heiman frá Dalsmynni af letingjanum sem nennti ekki að fara.

  Hér fyrir ofan erum við og hestarnir sitthvoru megin við smá gil, til vinstri við miðju á myndinni.



  Svona leit þetta út hjá okkur Iðunni. Já hann er alltaf svo dj. flottur þessi rauði sem ég man ekki hvað heitir.



  Þessi rauði snillingur hafði leitt hópinn á móti okkur og nú tók hann forystunu niður, á eftir Iðunni eins og fullslípaður rekstrarhestur.



 Og það var svo gott að komast í rúlluna sína eftir erilsama nýársnótt.

Nú tekur raunsæið við og engin bjartsýnisköst verða leyfð framar.emoticon
Flettingar í dag: 2719
Gestir í dag: 515
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427784
Samtals gestir: 39429
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 13:06:53
clockhere