11.12.2008 20:49

Eyja- og Miklaholtshreppur.


  Þetta er týpískt dreifbýlissveitarfélag eins og þau voru mörg frameftir síðustu öld. Íbúafjöldinn á rólinu 130-  140 og allt í góðum gír. Svona sveitarfélag missir af þenslunni sem verður í  
 " góðærinu "  og verður ekki svo mikið vart við kreppuna þegar hún hellist yfir.

 Þó fjárhagstaðan sé mjög góð og þjónustustigið í góðu lagi er sveitarfélagið samt í verulegri útrýmingarhættu og á að öllum líkindum ekki mörg ár ólifuð.

  Við vorum að loka fjárhagsáætluninni fyrir næsta ár í gærkveldi og mesta óvissan var með jöfnunarsjóðinn. Áætluninni var lokað með lítilsháttar rekstrarafgangi en niðurstöðutölur í þessu örsveitarfélagi voru um 85.500.000. Innan þessarrar upphæðar er samt gert ráð fyrir um
18.000.000 kr. nýframkvæmdum á árinu. Þessi góða staða byggist m.a. á því að skuldirnar eru engar og jarðeign var seld á hárréttum tíma. Og þar sem sveitamönnunum er nægjusemin í blóð borin, voru markaðsreikningarnir sniðgengnir við ávöxtun söluverðsins.

  Reyndar var ég spurður að því um daginn hvort jörðin hefði verið greidd með hlutabréfum í Kaupþingi og vitnað í heimildarmann fyrir þeirri fullyrðingu. Ég svaraði að sjálfsögðu með því.,að sá hlyti að hafa rétt fyrir sér , þar til annað sannaðist.

  Hvernig skyldi svo Ísland vera í dag, ef það hefði verið rekið með nægjusemi sveitamannsins?emoticon
Flettingar í dag: 1462
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 448763
Samtals gestir: 41430
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 22:38:48
clockhere