05.12.2008 20:34

Ársgömul heimasíða.



  Nú er heimasíðan mín ársgömul í dag.emoticon 

 Ég hafði gengið með það í maganum nokkurn tíma að koma upp heimasíðu en netsambandið bauð ekki upp á það hér á sunnanverðu nesinu. Þegar svo það átti að verða alvöru samband, var látið vaða á þetta en því miður er sambandið ekki alvöru enn og þessvegna fer verulegur tími í úthaldið sem annars myndi ekki taka langan tíma eins og ég vinn þetta.

  Þegar lagt var upp var stefnan vægast sagt óljós, enda hefur orðið ákveðin þróun á síðunni þennan tíma. Mesta spurningin var hvernig standa ætti að blogginu. Þeirri spurningu er reyndar ekki svarað enn.

  Mér finnst mjög notalegt þegar ég fæ comment og kvittun í gestabók og þakka öll slík á árinu. 
Allt slíkt hleypir ákveðnu lífi í hlutina og gerið lífið skemmtilegra.

  Þeir eru svo orðnir þó nokkrir sem taka mig tali og segjast kíkja hér reglulega inn þó þeir einhverra hluta vegna kvitti ekki hér. 
  
 Og ég hafði gaman af því þegar kunningi minn á malbikinu, hringdi óvænt í mig í fyrradag og spjallaði lengi við mig um landsins gagn og nauðsynjar. Ég var svo farinn að velta því fyrir mér hvern þremilinn hann væri nú að vilja mér, þegar hann sagðist nú bara hafa hringt til að  þakka mér fyrir heimasíðuna sem hann fylgdist reglulega með. Fallega gert af honum.

 Helsta breytingin í farvatninu er sú að ég mun bæta við vefsíðu (vafraðu um listinn.) hér til hliðar sem mun  tilheyra sveitarfélaginu mínu, Eyja- og Miklaholtshrepp. Þar munu verða fréttir af því sem þar er á döfinni , birtar fundargerðir eða útdráttur úr þeim o.sv.frv.  Laugargerðisskóli mun að sjálfsögðu falla undir þann lið með sama hætti enda verður seint skilið þar á milli.

 Þetta mun væntanlega verða  virkt með nýju ári.

  Já, og takk fyrir þetta fyrsta ár. emoticon  


 

 
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420219
Samtals gestir: 38289
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 06:42:24
clockhere