24.11.2008 22:15

Spúla mjaltabás og ...................


  Rétt eins og fjöldi þeirra sem telja brýna þörf á spúlun í Seðlabanka og stjórnarráði virðist vaxa, stóðum við Dalsmynnisbændur frammi fyrir því að spúlun mjaltabáss var kominn langt útfyrir ystu mörk skipuritssins.

  Þar sem mér finnst enn dálítið gaman að sulla með vatn fór ég í málið og nostraði dagstund með spúltækið.

 Þetta er reyndar mesti ágætis vinnustaður og notalegt að mæta þarna í morgunverkin enda kýrnar yfir höfuð óstressaðir vinnufélagar og hafa engar áhyggjur af kreppunni né erlendu lánunum sem þær eiga eftir að standa undir.



  Nú eru Remflómenn væntanlegir í árlegt eftirlit mjaltabássins en vegna gjaldeyrismálanna var að verða skortur á varahlutum, en nú er það allt að komst í lag.



  Hér bíða kýrnar hinar þolinmóðustu í biðplássinu eftir að komst í mjaltabásinn. Ég er fyrir langa löngu búinn að gefast upp á því, að fá þær til að ganga nú dálítið rösklega á leið sinn að og frá básnum.



 Og til að gleðja aðdáendur íslensku landnámskýrinnar er hér mynd af dæmigerðu júgri sem er þeim eiginleikum gætt að það er búið úr spenunum á mismunandi tíma. Í stað þess að júgurfjórðungarnir tæmist jafnhratt, og tækið fari sjálfkrafa af , þarf mjaltarinn að vera vakandi yfir þessu og taka hylkin af hverjum spena um leið og hann tæmist. Þetta er aukavinna sem þarf að gera tvisvar á dag svona 300 daga á ári við þessa kú og ótrúlega margar aðrar .
 Já en þetta er jú atvinnuskapandi  á þessum síðust og verstu!!emoticon 

 Góðu fréttirnar eru þær að núna er engin kýr í meðhöndlun vegna júgurbólgu, en þeir dagar sem sú staða er uppi verða aldrei of margir.

 Finnst ykkur básinn ekki vera orðinn fínn hjá mér??emoticon

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423916
Samtals gestir: 38589
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:35:03
clockhere