09.11.2008 20:09

Annasöm helgi.


  Það er nokkuð ljóst að helgarnar eru alltof fáar og ótrúlegt hvað allskonar verkefni hlaðast á þær.

  Yngri bóndinn brá sér með mági sínum vestur/norður í Bitrufjörð í gær að elta hænsfugla upp um fjöll og hálsa.


Þar hlýtur að hafa verið krökkt af fugli því 24 lágu eftir daginn. Þar bættist að vísu sá þriðji í hópinn svo 10 fugla kvótinn var ekki fylltur.
  Þó þessar séu í felulitunum voru það ekki þær, heldur frænkur þeirra sem lenti í eldlínunni í gær.

  Meðan  þeir soguðu að sér tært fjallaloftið mátti ég dunda mér við að hræra upp í aðalhaughúsi búgarðssins og það var býsna fátt sem minnti á hreinleika fjallanna í því starfi.

  Já nú er stress í gangi að tæma haughús fyrir veturinn. Ef það tekst, eiga þau síðan að duga fyrir úrgang búpeningsins fram á vor en þá endurtekur stressið sig, með að koma mykjunni á túnin á réttum tíma. Og nú er búfjáráburðurinn alltíeinu orðinn mikils virði og mikilvægt að hann komist á tún á hárréttum tíma á vorin.
  Í dag var síðan valsað bygg fyrir næstu 2 vikur( yngri bóndinn) og sóttur 15 tonna mykjudreifari suður í Borgarfjörð (ég) sem leigður er í verkið. 
Smalahundakeppnin sem átti að vera hjá mér í dag, frestaðist (eða féll niður) og mann bæði sveið og klæjaði, með þær málalyktir.

  Það verður síðan tekið rækilega á því á morgun og mikil peningalykt í loftinu.emoticon
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 788
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 419810
Samtals gestir: 38210
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 12:03:55
clockhere