27.10.2008 23:26

Tamdir gemsar.



 "Þeir eru alltaf með tamdar rollur í þessu"  heyri ég oft útundan mér bæði við fjárhundasýningar og í keppnum, úr hópi áhorfendanna. Og þó það sé nokkuð ljóst að við sýningar á dýrum, hvort sem það eru hestar, hundar, eða kindur verður sýningin ekki góð nema um tamdar skepnur sé að ræða læt ég svona athugasemdir í léttu rúmi liggja. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er sjaldgæft að ná þjálum kindum í keppni eða sýningar, þó ég hafi reyndar haft tamdar kindur til sýninga hér heima síðustu tvö árin.

  Þar sem komin er löng hefð á notkun taminna hunda er komið á gott jafnvægi á milli kindanna og hundsins/anna. Hundurinn hefur ekki bein afskifti af fénu nema það standi framaní honum eða ráðist á hann og kindurnar vita það og eru því býsna rólegar þegar verið að vinna að þeim með hundinum, en hlýða honum vel. Þær eru hinsvegar alltaf tilbúnar að stinga af eða vera til leiðinda ef tækifæri gefst.
  Ég legg því dálitla áherslu á að kenna lömbunum strax fyrsta veturinn að hlýða hundinum og það tekur yfirleitt ekki langan tíma.  Síðustu haust er þessari kennslu yfirleitt lokið áður en lömbin koma á hús því breyttar aðstæður valda því að sífellt er verið að nota hundana við allt haustragið svo lömbin eru búin að læra á þá og rekstrarganginn.



  'I blíðunni í gær tókst loks að þurrka ullina á lömbunum  og hér er verið að koma þeim endanlega í hús þetta haustið. Snilld gekk eitthvað rólega að koma þeim af stað svo föðurbróðirinn var sendur henni til fulltyngis.



 Snilld tekur sigti á húsbóndann til að marka stefnuna óvön svona mörgu fyrir framan sig.



  Svona á að gera þetta og Vaskur sem heldur trúlega að hér sé um kennslustund að ræða heldur sér til hlés og lætur frænku litlu um þetta.

  Það er svo gott að vera ekki stór í fjárbúskapnum þegar kemur
að rúningnum. (og tapinu per kind).  emoticon

 

Flettingar í dag: 2742
Gestir í dag: 523
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427807
Samtals gestir: 39437
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 16:02:31
clockhere