21.10.2008 19:41

Veturinn bankar.


 Alltaf er maður jafn óviðbúinn vetrarkomunni hvort sem hann mætir í okt. eða des.
Það er jú alltaf sitthvað sem þarf að ljúka fyrir veturinn eins og sagt er, og því er oftast ólokið þegar hann brestur á.

 Það var ekki lengur undan því vikist að taka inn kvígurnar sem annaðhvort eiga að bera seinnipart vetrar eða eru ófengnar. Þær hafa verið að dunda sér við að ljúka við rýgresið og voru reyndar komnar með rúllu til sín um það er lauk. Fengnu kvígurnar voru teknar í lausagönguna en hinar vistast í gamla fjósinu í vetur.

  Til að staðfesta endanlega að nú fer fimbulvetur í hönd var svo fyrsti fundur um fjárhagsáætlun skólans í kvöld.
 Það er nokkur uggur í okkur sveitarstjórnarmönnum um nánustu framtíð . Engum blandast hugur um að tekjurna munu lækka en allar kostnaðartölur hækka . Þetta á því miður við um einstaklingana alveg eins og sveitarfélögin og ekki öll kurl komin til grafar í þessum efnum.

   Já svona hefur vetrarkoman slæm  áhrif á hugarfarið hjá mér. emoticon
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423814
Samtals gestir: 38572
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 04:00:15
clockhere