28.09.2008 19:55

Laufskálarétt.

Um leið og við félagarnir sveifluðum okkur í hnakkana við Laufskálarétt braust sólin í gegnum skýin og kíkti á okkur af og til allan daginn..

                                 Búið að staðsetja vagninn við réttina og klárarnir klárir í slaginn.

 Hitastigið um morguninn var um 3 gr. og snjóað hafði niður í miðjar hlíðar í vatnsveðrinu daginn áður svo þetta leit út fyrir að verða nokkuð napurt. En þetta varð síðan fínn dagur og ágætlega hlýr.

                  Horft inn Kolbeinsdalinn með snjó niður í miðjar hlíðar.


  Það var síðan riðið yfir ásinn í Kolbeinsdalinn þar sem stóðið beið okkar. Þetta var svona 3 tíma reiðtúr með hæfilegu slugsi og virkilega gaman að þessu.



  Smábrot af reiðfólkinu sem var ótrúlega margt og sumir langt að komnir. Fyrstu sem við hittum við réttina komu með hesta frá Fáskrúðsfirði.

          Það var gaman að sjá stóðið sprautast yfir ána og  hvernig teygðist úr rekstrinum upp og yfir ásinn.

      Réttin var kapítali útaf fyrir sig og ég hélt mig í fjörinu í almenningnum á meðan félagarnir og konurnar héldu uppi almannatengslunum á svæðinu.


  Þeir sem fengu byltu við sundurdráttinn fengu óhjákvæmilega lit á sig. Þeir urðu nokkrir áður en lauk.

  Deginum hjá okkur Snæfellingunum lauk með því, að reka stóðið heim með þeim í Hofstaðaseli og þar beið okkar mikil veisla í vélageymslunni.

    Okkur fannst þetta alveg frábær dagur og okkar betri helmingar voru meir að segja nokkuð sáttar með ferðina. emoticon

Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418101
Samtals gestir: 37971
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:21:43
clockhere